Já… kannski er líka hægt að hafa offitu-áhugamál líka? :)
Þar getur offitufólk kannski líka komið með svipaða afneitun og þeir á reykingar-áhugamálinu;
“Já, ég er 300 kíló, og ég hef bara engan áhuga á einhverju rugli sem slefast úr einhverjum teprum sem halda að það sé óhollt. Mér líkar þetta bara vel, og þessi 5 hjartaáföll voru vegna þess að ”Friends“ var aflýst, og svo þegar ég var að muna eftir því, ég er alveg viss um það!”
Sorry, dude, ég skil að þú viljir ekki trúa því að reykingar séu óhollar vegna þess að þú ert háður þeim, og þú vilt ekki hætta, og þess vegna er miklu auðveldara að neita því að það sé óhollt, til að geta haldið áhyggjulaus áfram að reykja, er þagi? :)
Fyrir utan haldbærar lækna-rannsóknir þá ættirðu nú bara að geta fundið það í fyrsta smókinum þínu á fyrsta tóbakstyppinu sem þú prófaðir, þegar flestir hósta og kúgast og finnst þetta ógeðslegt, var það ekki annars þannig hjá þér?
En svo kannski langaði þig í meira stuttu seinna, vissir kannski ekki af hverju, en það var kannski einhver innri þrá í annað tóbakstyppi, þannig að þú fékkst þér kannski annan smók.
Svo var þetta bara farið að verða gott, var það ekki? Þú bara fékkst þessa indælu tilfinningu þegar þú fékkst þér næsta eiturstrá, og fannst þetta bara mjög gott.
En bíddu við, nú eru einhverjir að segja að þetta sé óhollt?
“Neii… neiii…… NEI!!! ÞAÐ ER EKKI RÉTT!! EKKI HANN SÍGGI MINN!! NEI!!! ÞETTA ER BARA… BARA LYGI!! :'(”
Ég meina, hefurðu einhverjar haldbærar sannanir fyrir því að þetta sé ekki óhollt?
Og heldurðu að þetta reykingaráhugamál eigi eftir að hjálpa fólki að hætta að totta hvítt tóbakssull oft á dag og leyfa lungunum sínum að rotna lifandi í friði?
Ég veit að síðasta setning gerði ráð fyrir því að þetta væri óhollt, en það er útaf því að ég geri það :).
Ég hef kannski verið óþarflega harðorður í þessu svari, en mikið af því á aðallega að vera grín :).
Og ólíkt því sem þú gætir verið farinn að halda núna, þá hef ég alls ekkert á móti þér eða öðrum reykingarmönnum, þó ég trúi því að það sé óhollt.
Bestu óskir.
<br><br>—————————–
Ef að heilinn væri nógu einfaldur til að við gætum skilið hann værum við of heimsk til að skilja hann!
_____________________________
Hugrakkasti stríðsmaðurinn er sá sem færir frið.