Ég var að taka saman drykkjarílát til að fara með í endurvinnsluna og þegar þannig er þarfnast maður oft megnis þeirra plastpoka sem til eru á heimilinu.
Ég sá skjótlega að ég virðist eiga fleiri plastpoka frá Vínbúðum ÁTVR en matvöruverslunum og hlýt því að draga þá ályktun að gefa ætti áfengisverslun frjálsa. Þá myndi mataræði mitt eflaust batna og sömuleiðis hagræðing við innkaup myndast.
Þetta á örugglega við um fleiri en mig og því ekki fráleitt að hér sé um þjóðþrifaráð að ræða!<br><br>-
Bjór, bílar og rokk og ról!