Teiknimyndir
Ég var að horfa á Invader Zim og ég fékk þá alltíeinu þá hugdettu að stofa til umræðu um þessa frábæru þætti hér á huga. Þessir þættir eru svona rétta að komast í uppáhald hjá mér þar sem ég hef svona léttsýrðan húmor. Mér datt þá í hug að reyna að fá áhugamál um þessa seríu hér, en þar sem það er ekki mikið hægt að tala um þá örfáu þætti sem gerðir voru af þessu datt mér í staðinn í hug að sameina South Park og Simpsons áhugamálið í Teiknimynda áhugamál. Ég veit að þessi hugmynd hefur þónokkrum sinnum komið á huga en henni hefur aldrei verið veitt nóga athygli. Það sem hægt væri að tala um þarna væri t.d. Simpsons, Futurama, South Park, Family Guy, Invader Zim, Spungebob Squarepants, Bugs Bunny, Tom & Jerry og margt, margt fleira.
Ég vona að stjórnendur huga lesi þessa grein og taki mark á því sem hér kemur fram,
með baráttu kveðju AlmarD.<br><br>________________________________________
“<b>I rather like this God person. He's so deliciously evil!</b>” - <i>Stewart Griffin, Family Guy</i