Ég gerði kork um þetta fyrir nokkrum vikum, en mér fannst ég fá frekar fá svör, og bara um 100 lásu korkinn, sennilega útaf nafninu,
en hann hét ‘Hugmynd’. Vegna þess hversu lítið af svörum ég fékk ákvað ég að reyna aftur og athuga hvort fleiri myndu lesa þetta ef
ég breytti nafninu.
Ok, hér er það sem ég skrifaði á hinum korkinum (ath að ég peistaði einnig merkilegustu svörin frá hinum korkinum neðst):
(einnig breytti ég textanum aðeins, til að gera hann skiljanlegri)
Hvernig væri að hafa stigakerfi svipað og Newgrounds nota? (www.newgrounds.com)
Stigakerfið er einhvernveginn svona:
Hver sem er getur sent inn sín verk (flash myndbönd/flash leikir) og fólk gefur því einkunn eftir því hversu léleg/góð myndin er, þegar
einkunnin er komin einhvað visst lágt þá eyðist þetta myndband sjálfkrafa(eða blammað eins og þeir á newgrounds kalla þetta), en þegar
það eru X margir búnir að skoða það og það er yfir einhverri X einkunn, þá ‘bjargast’ myndin og verður látin í friði (verður aldrei blömmuð).
En til að komast hjá því að fólk lýti bara á meðaleinkunnina sem myndin er með og vote-i svo eftir því, þá sér maður ekki einkunnina
fyrr en maður hefur sjálfur skoðað myndina og gefið einkunn.
Svo fær maður extra stig ef maður gefur góða einkunn og myndin bjargast, eða ef maður votar ílla og myndinni verður eytt.
Þannig að ef maður votar sanngjarnt, eins og meirihlutinn þá fær maður bónusstig.
Einnig er hægt að sjá í profile höfunda hversu margar flashmyndir eftir þá hafa bjargast/verið blammaðar :P
Svo er líka hægt að sjá þar hvort manneskjan hafi tekið þátt í að eyða/bjarga flashmynd. (Með því að taka þátt meina ég hvort manneskjan
hafi votað lélegt á mynd sem var eytt, eða vel á mynd sem var bjargað.)
Ah, því fleiri stig sem fólk hefur, því meira gilda einkunnagjafir þeirra.
Mig minnir að stigagjöfin sé einhvernvegin svona í aðalatriðum og mér finnst þetta sniðugt kerfi.
Með þessu væri hægt að losna við lélega korka/greinar og halda þeim góðu.
Væri ekki hægt að nota svipað kerfi fyrir greinar og/eða korka?
Aðeins fínpússað kannski þar sem þetta eru greinar en ekki flashmyndbönd.
Endilega leiðréttið mig ef þið vitið einhvað um þetta og sjáið einhverjar villur, eða bætið einhverju við.
Svo koma svörin við korkinum hér:
erty:
“já svo tekkiru einhvern hérna sem tu hatar og gefur honum bara 0 fyrir greinina, tá laekkar heildar einkunnin, virkar ekki!”
daywalker:
“erty: Það eru ekki allir hérna á Huga á því þroskastigi. Að sjálfsögðu gefa flestir þá einkunn sem þeim finnst greinin eiga skilið.”
erty:
“já flestir”
daywalker:
“Já, flestir. Það þýðir að einkunnin myndi ekki lækka mikið við þennan eina óþroskaða einstakling. Ef við komum líka inn á það að atkvæði
þeirra sem eru með fleiri stig gildi hærra þá held að atkvæði barnalega einstaklingsins muni kæfast í atkvæðum hinna. Þetta ætti því ekki
að verða vandamál.”
Hvað finnst ykkur um þessa hugmynd? <br><br>▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄
▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄▄