Hvernig væri að gera huga.is að nokkurs konar “íslensku fileplanet”…? eins og ástandið á djöfuls cantat strengnum er (bilar oft, mjög takmörkuð bandvídd og bara hvað það er viðbjóðslega dýrt að nota hann) og tengingin til evrópu ennþá verri af hverju ekki að senda eiganda cantats fingurinn og setja þessi download upp á íslenskum serverum… Nokkur rök fyrir því:

56k módem eigendur myndu hagnast því að þá væru þeir ekki jafn lengi að downloada=lægri símareikningur (svo veit ég ekki hvort download frá útlöndum er dýrara heldur en innanlands í gegnum dialup, en það er það á ADSL) + aukinn stöðugleiki

ADSL notendur myndu græða mikið af því sem minnst var á fyrir ofan en mest þá á því að þá myndu þeir ekki fara yfir þetta “1 gb af gagnaflutningi til útlanda” sem minnst er á í tilboðinu og þurfa kannski að borga fyrir heilt auka gb þó að þeir myndu bara downloada 7mb aukalega.

Ljósleiðara notendur og hverjir þeir sem hafa meira en 2mb/sek tengingu myndu trúlega græða mest því að í gegnum cantat strenginn færðu mest 2mb/sek tengingu og það á góðum degi. En þar sem ljósleiðaratengingar fyrir hinn almenna notanda munu fara upp í 100mb/sek (vitna í heimasíðu línu.net: “Hefðbundnar ljósleiðaratengingar Línu.Nets eru 10, 45, 100, 155 og 1000 Mbps.”) þá ertu engan veginn að fá það sem þú borgaðir fyrir þegar þú ert að downloada frá útlöndum.
En þar sem ljósleiðaranetið mun teygja sig út um allt land (er tilbúið til notkunar í Reykjavík og Kópavogi og er ætlunin að “Snemma á þessu ári verði ljósleiðaravæðing heimilanna enn útbreiddari á höfuðborgarsvæðinu.”) þá mun verða hægt að fullnýta þessar tengingar ef þú downloadar af íslenskum server.
Ímyndið ykkur, að geta downloadað allt af Íslenskum serverum með ljósleiðaranum sínum á 100… þvílíkt feis væri þetta á gimpið sem á cantat strenginn og nýr saman höndunum yfir því hvað hann græðir mikið þegar hann sér hvað eftirspurnin og notkunin hefur minnkað… bwahaha

Og ef þið hugsið “ah… allt gott og blessað en hvernig er hægt að fjármagna þetta” ja… hugi.is hlýtur að græða einhvern slatta miðað við hvað þeir eru vinsælir og geta verið að fjármagna hitt og þetta (hafiði aldrei heyrt: “x er í boði hugi.is… samfélag á netinu” o.s.frm)
Og ef að það dugir ekki til… lítiði þá á fileplanet… hvernig fjármagna þennan gífurlega öfluga vef sinn og þennan HUGE gagnabanka… með auglýsingum…

Og ef ykkur finnst þetta vera allt of metnaðarfullt að láta huga verða að einhverju jafn Öflugu og Fileplanet… hugsið þá… einhversstaðar hljóta þeir að hafa byrjað

P.S ef einhverjum finnst hann þurfa að bæta við eða leiðrétta eitthvað… ekki hika… ég er spenntur að heyra álit ykkar




<BR