Það hefur oft verið röflað um þetta áður, ég er búinn að senda vefstjóra bréf og einhverjir aðrir hafa gert það líka. Almennt virðist vera skilningur og áhugi fyrir að fá þetta áhugamál og menn hafa boðist til að stjórna því, en samt gerir vefstjórinn ekkert í því. Hérna að neðan er lauslegur undirskriftalisti sem ég tók saman um fólk sem hefur lýst yfir áhuga um að fá þetta áhugamál. Látið í ykkur heyra ef þið viljið láta bæta ykkur við á listann (ef einhver telur sig ekki eiga að vera á honum sendið mér þá skilaboð).
Eitt vafaatriði kom upp í bréfaskriftum mínum við vefstjóra, en ég vildi þá hafa áhugamálið Sjónlistir þannig að það gæti náð líka yfir skúlptúr, hönnun, arkitektúr, veflist og annað slíkt. En eitthvað virtist þetta orð vefjast fyrir fólki, þó að það sé góð og gild íslenska sem má finna í Íslensku orðabókinni. En þar sem þetta virðist vera svona erfitt, og fólk skilur almennt hvað orðið myndlist felur í sér, held ég að það sé best að halda sig við það nafn. Einnig kemur nafnið List eða Listir til greina. Þið megið gjarnan taka fram í svörunum hvað þið viljið að áhugamálið heiti, hvort það eigi að heita Myndlist, List, Listir eða Sjónlistir.
ramax
DisaD
larandria
molo
Greymantle
Amon
HjaltiG
ThorX
hamrotten
Dbd
kokos
EkztaC
Osmodian
Battlecat
Gexus
Arasaka
bhss
Hokeypokey
isjs
lodsteinn
Animal
som
venuss
angela86
kaxus
gong
Pixie