Er einhver sem þekkir eftirfarandi vandamál í WindowsXP Home?
Þegar ég ræsi Disk Cleanup - og ætla að láta forritið sinna sínu hlutverki, þá virðist allt í lagi og viðkomandi gluggi kemur upp og ég verð var við að tölvan tekur viðbragð til sinna verka, en aðeins í örfáar sekúndur. Í “reitnum” Calculating koma strax 3 dílar (þessir grænu) sem sýna framvinduna, en síðan ekki meir. Ég hefi látið vélina “vinna” í allt að 3 tíma, en ekkert skeður, aðeins 3 dílar og vart hægt að sjá að eitthvað sé í gangi. Ég loka glugganum (hætti við) en vélin er nánast óstarfhæf vegna seinagangs (ætti ekki að vera þar sem vélin er 2,66 Ghz) - Með því að ræsa Windows Task Manager (tekur óratíma) sé ég að “cleanmgr.exe” er enn þá að “vinna” – það er CPU sýnir 98-99. Eftir að ég nota Task Manager til að slökkva á cleanmgr.exe þá fer vélin í sinn venjulega góða ham.
Hvernig get ég lagað þetta og notað Disk Cleanup til sinna verka?
Bestu kveðjur, og vonum hjálp,
einn bráðum sjötugur unglingur.