Þetta er held ég aðallega notað til að sýna stjórnendum hver er aktívur á hvaða áhugamáli ef t.d. einhver sækist eftir admin stöðu en reyndar gætu þeir alveg eins notað leit til að sjá hvað viðkomandi hefur verið að gera þar. Svo eru líka ofurhugar á hverju áhugamáli og hægt að keppast um að komast á þann lista.
Mér skilst að það séu orðið bara stig fyrir að skrifa greinar, senda inn myndir og kannanir. Stigahórur er fólk sem skrifar mjög lélegar greinar, jafnvel copy-paste sem virðast vera í þeim eina tilgangi að græða 10 stig.
Mér finnst að það eigi að leggja þetta stigakerfi niður eða alla vega hafa það þannig að notendur geti ekki séð stigin, bara stjórnendur. Þá vonandi hættir fólk að hórast í þessu. Stigakerfið eins og það er í dag mælir nefnilega ekki alvöru virkni. Þú getur t.d. fundið stigahóru sem sendir fullt af bull greinum og copy paste á einhver áhugamál og fær miklu fleiri stig en einhver sem er mjög virkur í umræðunni en svarar aðallega og skrifar fáar greinar. Svo er gallinn við stigahórurnar að greinarnar þeirra fara á forsíðuna meðan þær eru nýjar og ýta þar niður alvöru greinum.