Þetta var upphaflega skrifað sem svar við þræðinum ,,Sameinum norður Atlantshaf“:
Það væri miklu vænlegra til ávinnings að kynda undir þessa óraunhæfu sjálfstæðisóra færeyinga.
Við mndum síðan bjóða þeim svona díl að koma í sambandsríki við okkur (eins og Sambandsríki Ameríku, eða ísland 1918-1944) og bjóða þeim þannig meira sjálfræði en þeir geta nokkur tíma vænst frá dönum undir yfirskini bróðurhyggjur og jafningjahugsjónar. Færingar og Íslendingar verða jafnir borgarar innan hins Sambandsríki Norður Antlantshaf (SNA), það meikar sens, ég meina, við erum því sem næst sama þjóðin. við erum sömu útlagarnir frá Noregi, tölum því sem næst sama tungumálið (ef það væri ekki fyrir dönskusletturnar væri færeyskan og íslenskan bara eins og málýskur af sama tungumálinu) og búum í svipuðum löndum stutt frá hverju öðru.
Stórborgin Reykjavík yrjði náttúrulega gerð að nýrri færeyingarlegri höfuðborg hins nýja lýðveldis en Kaupmannahöfn verðu nokkurn tíman.
Íslendingar væru þarna að taka á sig eitthvað sem líktist svona eins og vestmannaeyjar í öðru veldi en í staðin græddum við nýjar víddir, nýjar möguleika, óþekkta stærðargráðu.
Við yrðum drottnara norður antlatshafsins og myndum stefna staðfastlega að því að verða aðal fiskframleiðendur í heiminu, Eyjarnar verða útgerðastöð alls þessara víðáttu. Við myndum gera tilkall til Svalbarða og jafnvel jan Mayen og síðan nema land á óbyggðum víðáttum austurstrandar Grænlands. Danmörk, að nafni til, á að eiga Grænland en sú eign felst aðalega í því að sjá um þessu fáeinu þúsund í höfuðþorpinu Nuuk og thule herstöðina.
Grænland er því sem næst ónaumið land… ef einhverjir byrjuðu að nema þar landa gætu Danir lítið gert.
Grænlands jökull verður utvirki SNA gegn umheiminum. ÞAr munu við (sem á þessum tímpunkti verðum farin að vinna töluverða olíu) hefja úrás okkar niður í óbyggðir norðurkanda þar sem við koma upp stórfelldum iðnaði. Svo stoppum við í nokkra mannsaldra.
Þegar SNA verður orðið að þekktri stærð í alþjóðapólitíkinni og landsvæði þeirra orðin viðurkennd sem hluti af Sambandi Norður Atlantshafs munum við byrja að þrengja að kanadamönnum. Kanada er annað stærsta land í heimi og´ríkt af náttúrulegum auðlindum. Kanada sem er tiltölulega veikt og meinlaust mun án mikillar mótspyrnu sameinast okkur.
Þetta er allt mögulegt… af hverju? Takið eftir að öll lönd numin þar til á þessum tímapunkti eru steingervingar, gamlar nýlendur sem aldrei urðu sjálfstæðar og lúta enn að nafninu til einhverri herraþjóð; undir slíkum kringumstæðum er þjóðerniskenndin svoldið brengluð og ´þegnarnir því mjög til búnir til þess að fylkja sér saman undir nýjum fána.
Bandaríkin Norður Ameríku vakna einn daginn við vondan draum. Þetta heimsveldi sem hefur getað þangað til ráðskast með heiminn og hefur á þessum tímapunkti öllu völd heimspólitúrinnar í sínum höndum í krafti þess að standa aldrei fyrir beinni ógn heima fyrir þar sem landið hefur aðeins tvö landamæri; bæði að meinlausum liðleskjum. En nú skyndilegar átta Bandaríkjamenn sig á því að við hliðin á risanum er kom nýtt stórveldi sem þrengir að þeim. Bandaríki Norður Ameríku lýsir aldrei opinbelega yfir stríði gegn Sambandsríki Norður Atlantshafs en sambandið á milli ríkjanna er þrungið spennu.
Það er ekki fyrr en að í krafti herafla sem engin hafði vitað um að SNA ræðst á Noreg með vopnum og hertekur olílindir þeirra sem alþjóðaheimurinn vaknar upp við vondan draum. Heimsveldisstefna íslendinga er að verða heiminum ljós. Svíþjóð sem hefur reynt að halda sér hlutlausum í styrjöldum hingað til sér sig tilneydda til þess að heyja stríð gegn SNA með framtíðarlegum, fáliðuðum her og nýtur stuðning sameinuðu þjóðanna í þeirri aðgerð sinni. Við það segir SNA sig úr UN og kemur öllum á óvart með því að ansa lítið tilburðum Svía að öðru leiti en því að halda þeim í skefjum og ráðast þess í stað á Danmörk að þeim algerlega óundirbúnum (þótt þeir hafi vissulega orðið varir við eldfimt andrúmsloftið í skandinavíu höfðu þeir látið það sér þangað til í léttu rúmi liggja). Þeir reyna ekki einu sinni. Enn eina ferðina gefast Danir upp mótstöðulaust undan hernámsþjóð og fljótar en nokkurn grunar hefst stórfelldur flutningur málaliða og tænilegra vígvéla frá norðuhéröðum kanada til Sjálands.
Á þessum tímapunkti er lýst opinberlega yfir styrjaldarástandi í heiminum og öll flugumferð yfir norðurhveli leggst niður.
Við það tækifæri lýsir bandaríkja stjórn yfir áætlunum til þess að ráða niðurlögum SNA og ráðast með hin bandaríska her yfir hinu bandarísku landamæri til þess að lama vopnaverksmiðjurnar við heimskautsbaug og til þess að hrekja NSA úr þessum heimshluta og þar með veikja okkur það mikið að við yrðum þar með algerlega máttlausir og tafarlaus uppgjöf biði okkar.
”Stutt og blóðlaust stríð" lýsir Bill W. Clinton yfir og segir í ávarpi sínu að aðgerðin muni ekki taka lengri tíma en nokkrar vikur og muni aðalega felast í loftárásum og yfirtökum hernaðarlega mikilvægra staða.
Rétt áður hefja SNA stórfellda árás frá Danmörku yfir hið mjóa Eyrarsund og á Skán.
Svíar sem höfðu haft spurnir af þeim fyrirætlunum höfðu dregið herafla sinn við vesturlandamærin til baka og mæta árás SNA í mikilli orrustu við eyrarsundsbrúna þar sem SNA dregur heraflan til baka eftir þriggjadaga mann-á-mann bardaga og fagna Svíar sigri. En of snemma því á sama tíma ráðast SNAliðar yfir varnarlaus vesturlandamærin og leggja undir sig megin hluta Svíþjóðar, þar á meðal Stokkhólm. Þegar sigurvíman rennur af sænsku þjóðinni áttar sænski herinn sig á að þeir eru umkringdi og gefast tilneyddir upp án bardaga.
Barist er á tveimur vígstöðum.
Á meðan SNAliðar einbeittu sér að ´Skandinavíu náði Bandaríski herinn miklum landsvæðum í kanada, bandarískt yfirráðasvæði lítur út eins og þríhyrningur sem teygir topphornið lengs inn í norðurhéröðin.
Við, SNAliða, bardagahetjurnar, sigurvegararnir, við ´komum tvíefldi til baka og í sigurvímu tökum við til ráðs sem ekki hafði mjög lengi verið brúkað. Á fimm mismunandi hernámsstöðum Bandaríkjana springa nýjar, öflugar Norður atlantískar kjarnorkusprengjur. 9/10 af innrásarher bandaríkjanna verður við þetta óstarfhæfur. SNAliðar sneyða fram hjá kjarnorkuauðninni og hunsa hana og ráðast þess í stað á norðurvesturfylki Bandaríkjanna.
Kaos tekur við í Bandaríkjunum og trylltur lýðurinn flýr miklum þjóðflutningum suður á bóginn. Hin bandaríska stjórnsýsla liðast í sundur og verðu máttvana.
Í enda Norðurhvelsstyrjaldarinnar fyrri hefur Sambandsríki norður Atlantshaf lagt undir sig skandinavíu (og Finnland í eftirleiknum), Kanada og teygir sig langt meðfram vesturströnd Bandaríkjanna og langt inn í land. Bandaríkin hafa liðast í sundur og það sem SNA lagði ekki undir sig í fyrstu tilraun stokkast upp í átján ný smáríki þar sem stríðsástand ríkti næstu sjötíu árin, milli smáríkja´na innbyrðis aðalega en líka milli SNA og sma´ríkjann og síðast en ekki síst þegar MExíkó lagi undir sig stór landsvæði af máttvana Suðurríkjunum.
Íslensk menning og tunga, sem er ráðandi í hinu nýja heimsveldi, hefur útþennslu og íslendingar (og færeyingar sem algerlega teljast íslendingar á þessum tímapunkti) stofna nýlendur og geta því loksins almennilega fraið að fjölga.
Eftir Fyrri Norðurhvelssttyrjöldina ríkti millibilsástand í 350 ár fyrir utan boragarstríðin í fyrrverandi Bandaríkjunum og landvinninga SNA í Rússlandi.
En einn dagin átti Evrópa eftir að verða nóg boðið, og þá var ekki lengi beðið með að tka upp vopnin á ný.<br><br>__________________________________________________
<i>Sú listræna áskorun; -að gera sniðuga, hnyttna og snjalla undirskrift á eftir korkapóstum á Huga- hefur plagað mig lengi. Hér með játa ég mig sigraðan, þetta var mér einfaldlega ofviða. Mér þykir leitt að valda aðdáendum mínum vonbrigðum.</i