Mér leist ekki nógu vel á hugmyndina hjá þeim sem setti fram kenningu um sameiningu Íslands, Færeyja og Grænlands. Mér datt í hug að betrumbæta hana:
Grænland hefur engan her og enga landhelgisgæslu(að því er mér virðist). Við tökum þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-LÍF, betrumbætum hana og komum fyrir skotvopnum og hvers kyns vígvélum. Því næst tökum við Grænland með hervaldi á meðan grænlenska slökkviliðið og lögreglan(sem er ábyggilega það eina sem getur stoppað okkur) eru á sinni árshátðíð og áfengisdauðir úti í móa.
Þegar við höfum rænt og ruplað eins og sönnum víkingum sæmir, er komið að uppbyggingu eftir okkar eigin höfði. Grænlendingar eru, eins og flestir vita, drykkkátir og dreggglaðir mjög og frægir við að lifa svalllífi(og eru oft ruggglaðir þegar þeir hafa drukkið mikið). Við setjum ofurtolla á alla áfengis- og tóbakssölu og hirðum svo gróðann sjálfir.
Eftir að hafa grætt milljónir á veslings Grænlendingunum er komið að stóru áætluninni. Við þurfum að sjálfsögðu að búast við mótspyrnu svo að uppbygging hers er nauðsynleg. Við tökum einfaldlega allt sauðfé á landinu og stofnum íslenska herinn. Við látum jafnframt gaddaskeifur á mest alla hesta í landinu og síðan hlaupa þeir villt og galið yfir óvinaherinn og stinga þá miskunnarlaust á hol.
En að stóru áætluninni. Eins og allir vita er oft stormasamt hér á landi. Ég býst við því að um 99% þjóðarinnar(ef ekki meira) vilja gjarnan losna við þetta helvítis rok sem ríkir hér. Mest allur vindur sem flækist hingað á þetta kalda sker kemur að norðan. Þess vegna kaupum við steypu og styrktarvíra í stórum stíl frá Bandaríkjunum(getum jafnvel mútað þeim með fjármagni sem við fáum úr Grænlendingasjóðnum til þess að láta okkur fá sérstaka styrktarbita sem þola íslenskt rok) og byggjum einn allsherjar varnargarð sem myndar skjól fyrir allt norðanvert landið! Að vísu væri of dýrt að láta hann sveigja umhverfis Grímsey líka, svo að þeir verða að þola rokið áfram. Að því verki loknu getum við loksins auglýst Ísland sem alvöru perlu fyrir útivist, náttúrulíf o.s.frv.
Ég held að ég hafi samband við Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson tafarlaust. Dabbi tekur sjálfsagt vel í það, sérstaklega ef ég lofa honum nokkrum prósentum úr Grænlendingasjóðnum.<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman,
þá varð eg villur vega:
auðigur þóttumk,
er eg annan fann,
maður er manns gaman.
<i>Hávamál</i></a