að horfa í augun á fólki
Ég las einhversstaðar að ef þú ert feimin/n og átt erfitt með að horfast í augu við fólk, horfðu þá á nefið á þeim sem talar, þá miða augun þín beint fram og viðkomandi heldur að þú sért að horfast í augu við sig. Ég hef lent í því að hugsa eftir á: hmm horfði ég í augun á henni/honum sem ég talaði við, eða munninn? Oft lendi ég að horfa á munninn sem talar en þá gæti það litið út fyrir að ég sé að horfa niður! Er þetta þá feimni? Ég er oft að reyna að horfa í augun á þeim sem talar en man það svo ekki eftir á hvort ég gerði það eða ekki. Mætti konu sem ég hafði ekki séð lengi var bara að labba framhjá og við sögðum báðar hæ, svo þegar hún fjarlægist, þá snýr hún sér við og segir: Hvað segirðu gott? Ég segi allt gott (segi ég) en svo man ég ekki eftir að hafa horfst í augu við hana…rifjaði upp hvort ég virkaði flóttaleg í hennar augum eða ekki. Eins og ég væri að forðast hana, því hún sneri sér fljótt við og var horfin fyrir hornið. Hafiði lent í að hugsa svona eftir á?