Það er góð hugmynd að sækja um á eins mörgum stöðum og þú mögulega getur. Mættu frekar á staðinn og láttu þá segja nei við þig vegna aldurs heldur en að leyfa þeim að gera það auðveldara með því að segja nei við þig í síma eða í tölvupósti.
Þú hlýtur annars að vita hvar þig langar að vinna. Þú getur prófað verksmiðjur, búðir, skyndibitastaði, sjoppur, og stór fyrirtæki eins og Símann, Orkuveituna, Landsvirkjun o.s.frv. Ég þekkti t.d. stelpu sem vann við að slá gras og reita arfa hjá Orkuveitunni. Þessi fyrirtæki eru oft með stórar lóðir sem þarf að hugsa um og launin mun betri en í unglingavinnunni. Svo gæti þeim líka vantað einhvern í snatt. T.d. Eimskip sem er þarna alveg niðrí bæ, þeir hljóta að hafa einhvern sem hleypur með pappíra í tollinn eða í bankann og svoleiðis.