Það er greinilegt að símnet og/eða irc.simnet.is eru í döðlu.
Þetta kom svona hjá mér núna áðan, eftir að tölvu greyið gerðist svo óheppið að krassa smá (vegna firewalls vesens) ..
Ég skoðaði IP töluna sem ég er tengdur inn á ircið með, og hún er allt öðruvísi en sú sem ég er normalt með (er núna +nafn@xxx.xx.xxx.xx en “á” að vera nick!nafn@adsl..eitthvað) og mér er tjáð að það sé “eins” og ég sé að koma inn sem útlendingur!!
Mín reynsla undanfarna daga af þessu simneti og þjónustuverinu þeirra er fyrir neðan ALLAR hellur sko .. Málið er að ég tók upp á þeim fjára að láta þá opna fyrir mig vefsíðusvæði á fimmtudaginn 7. feb. og við það hætti ég að fá email, sem í sjálfu sér er kannski ekkert skrítið undir normal kringumstæðum (ojæja þá). En þegar ég opna mailforritið hjá mér þá kemur error sem segir að login/pw sé rejected, og ef ég sendi mér mail úr vinnunni þá fæ ég þau skilaboð að user sé unknown (!!!).
Þessir drengir þarna í “verinu” hafa allir “reynt” að redda þessu, en segja síðan að þeir verði að láta þetta fara í kerfisstjóra, og þrátt fyrir að ég hringi á hverjum degi þarna inn, þá er bara ekkert að gerast.
(bara koma því á hreint að allt annað en mail virkar hjá mér, netið, vefsvæðið og ég fæ mail frá 2 öðrum accountum sem ég hef í gegnum sama forrit)
Og núna í ofanálag virðist vera kominn einhver AIDS í ADSL-ið hjá þeim þarna sem veldur því að ircið og fleira lítur á okkur, sem ösnuðumst til að kaupa þjónustu hjá símanum, sem útlendinga eða aðra aðskotahluti.
Ég held að síminn ætti að druslast til að viðurkenna í hvaða vandræðum hann er með ADSL-ið, og gefa út tilkynningar STRAX og eitthvað kemur upp á hjá þeim, þó ekki væri nema til að gera notendum þeirra grein fyrir því hvað er að gerast þarna inni í Ármúla. Það myndi “kannski” fjölga semiánægðum viðskiptavinum og líka gera fólk sáttara við að þeir skuli vera að rukka fyrir þetta DRASL.
Með von um þetta lagist fyrir árið 2500.
Kv. SMOOOTH