Ég er með ADSL hjá Íslandssíma og utanáliggjandi Ericsson HM220d ADSL módem sem er innbyggður router.

Er einhver hér sem getur útskýrt fyrir mér hvernig ég forwarda ákveðnu porti yfir internal ip töluna mína?

Ég prófaði að fara í telnet og skrifaði:
o 192.168.254.254 (port)
ég prófaði port 23,21 og 80
port 80 virtist vera það eina sem virkaði og það kom:
“Press any key to continue…”
ég gerði það, en þá kom:
“Connection to host lost”

web-interfaceið býður ekki upp á Port Forwarding og ég fann ekkert um þetta í leiðbeiningabæklingum sem fylgdi með módeminu.