Mér þætti mikið vænt um það að þú og aðrir vitleysingar myndu sleppa svona “fyndnum” svörum á korkum, þetta hjálpar mér ekki á nokkurn hátt og þetta er með öllu ófyndið.
Auk þess er ég ekki á leiðinni til útlanda heldur ætla ég að <b>panta</b> þetta af netinu. Ég get alveg labbað með hvaða leikjatölvu eða leik sem er í gegnum tollinn án þess að þurfa borga neitt af því.
er það ekki bara tollur.is? Annars er ca 10% tollur á öllu sem ég skoðaði á síðasta tollalista sem ég sá. Getur líka bara prófað að hringja niður í tollstjóra, þá færðu örugglega miklu skýrara svar.<br><br>——— Don´t sweat the petty things and don´t pet the sweaty things.
Svosem engin neyð að hringja í tollstjóra, þá færðu líka að vita svarið nákvæmlega og engin óvissa þegar þú pantar :) (ekki gleyma 24,5% vsk líka)<br><br>——— Don´t sweat the petty things and don´t pet the sweaty things.
wbdaz, ég þakka hugulsemina en ég fór í gegnum Tollahandbók II. Ég er ekki algjör vitleysingur :) Það er bara ekkert að finna þar! Ekki sem segir til um nákvæmlega leiki eða leikjatölvur allavega. Leitaði meðal annars undir raftæki.
Hafðu það á hreinu líka hvað tollurinn leggst ofan á. Ég held að hann leggist nefnilega ofan á heildargjaldið, þ.e. verðið + flutningskostnaðinn líka og svo leggist VSK ofan á allt saman.
Ég held að það sé ekki tollur á tölvuvörum. Bara hærri virðisaukaskattur.<br><br>[ <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=grugli">grugli</a> ]-[ Ef ég hef sært einhvern eða einhverjum finnst ég vera allger asni út af þessum korki, þá biðst ég afsökunar. ]
Hringdi í tollinn í dag, það er tollur á tölvuvörum sem eru ekki PC tölvur ásamt tölvuleikjum. 10% á þetta.
Barar hærri virðisaukaskattur? Nei virðisaukaskatturinn er <b>alltaf</b> sá sami, væri fáránlegt og ólöglegt ef ríkið gæti bara breytt honum að vild eftir vörutegundum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..