Hvernig er það með ný áhugamál? Af hverju er bara ekki kosið um hvort að ný mál fá að koma inn, ég gæti t.d. sett inn tillögu, segjum t.d. snjóhúsagerð, síðan yrði kosið í ákveðinn tíma, t.d. 2 vikur um hvort þetta áhugamál kæmist inn, með Já/Nei/Sama atkvæðum. Ef Neiin eru fleiri en Jáin, verður bara að reyna aftur síðar, einnig ef það eru mjög fá atkvæði ( undir 10? undir 50? ) þá kemmst málið ekki inn heldur. Reyndar er þetta farið að hljóma eins og usenet… :)
Smá pælingar…
J.