Það sem er fyndnast við þetta er að þar sem þeir geta ekki annast eftirspurn þá tapa þeir bara viðskiptum. Hvað heldurðu að margir séu að kaupa sér frekar N64 og Dreamcast núna? Talsvert margir. Samkvæmt seinustu könnunum er Dreamcast að seljast feiknavel og N64 selst líka ágætlega. Þegar fólk fer í búðir að kaupa sér leikjavél og sér ekki PSX2 neins staðar þá fer fólk og kaupir frekar DC til dæmis. Plús að hún er miklu ódýrari. að fá sér dreamcast með leik, minniskorti og stýrispinna kostar í kringum 25.000 en psx2 með leik, stýrispinna, memory card, dvd-fjarstýringu(tilgangslaust að nota DVD dótið ef maður er ekki með fjarstýringu. Og núr er maður kominn yfir 50.000 kallinn! Fáránlegt.
En mig langar í PSX2 fyrst þegar FFX eða Metal Gear Solid 2 koma og það er nú dáldið langt í það enn.
Staðreyndin er að ég hef brennt mig áður á því að vera fyrstur að kaupa einhverja leikjatölvu og borga morðfjár og svo mánuði seinna lækkar tölvan um 10.000 kall. Not this time though.
Kveðja Gourry
[------------------------------------]