Tveimur heimavistarskólum í Kenýa hefur verið lokað þar sem talið er að draugar hafi ráðist inn í annan skólann og lamið nemendur og að í hinum skólanum hafi þeir grýtt heimavistina.
Að sögn kenýsks dagblaðs var öðrum skólanum lokað eftir að draugar höfðu gert usla nótt eina og ráðist á drengi skólans. Sumir drengjanna voru fluttir á sjúkrahús vegna áverkanna sem þeir urðu fyrir.
Draugar voru einnig á sveimi í Kambaa kvennaskólanum þegar þeir köstuðu steinum upp á þak heimavistarinnar. Stúlkurnar, sem sögðu starfsmann skólans ábyrgan fyrir innrás þessara illu anda, hafa nú verið sendar heim á meðan á rannsókn málsins stendur.