Í stuttu máli er þetta kort <u>mjög</u> gott, hangir vel í GeForce 2 og slær því jafnvel út í prófunum í Quake 3 1600x1200x32 í hæstu gæðum, með þó nokkrum mun. Einnig er ATI þekkt fyrir mjög góðar DVD afspilunarlausnir og verður þetta kort engin undantekning.<p>
Það má því með sönnu segja að samkepnin hafi harðnað til muna og mun <a href=”http://www.nvidia.com“>Nvidia</a> þurfa að henda góðu korti út í haust til að halda sér fremstum, því ATI hefur svo sterka markaðsstöðu að ef svona góð kort koma frá þeim til stóru tölvuframleiðandana má Nvidia virkilega fara að vara sig.<p>
Ójá…<a href=”http://www.3dfx.com">3dfx</a>….úbs…þeir þurfa virkilega að fara að taka sig saman í andlitinu, eitt flopp í viðbót og þeir eru búnir.
JReykdal