-Skátaáhugamál-
Jæja, hvað eigum við að þurfa að sanna okkur lengi?
Núna af síðustu 15 greinum hafa 12 snúist um skátana hérna
á ferðalögum. Hvernig væri að við fengjum bara okkar eigin
áhugamál.
Ég meina, hvað mælir á móti því? Varla mikið.
Þetta yrði nú varla mikið fyrir öðrum áhugamálum. Svo eru
fullt af fleiri áhugamálum sem eru illa sótt og bera sig ekki.
Skátar myndu án alls efa vera skárri
Hugarar eru mjög duglegir við að finna ókosti við allar
hugmyndir sem koma inn. Helstu ókostirnir sem upp hafa
komið eru:
Áhugamálið tekur svo mikið pláss. Það væri bara fyrir. Við
þurfum núþegar að skrolla niður hálfa síðuna bara til að sjá
greinarnar, af því að listinn yfir áhugamálin tekur svo mikið
pláss.
Þetta áhugamál myndi leggjast niður. Skátar eru bara nördar.
Til hvers þurfa skátar heilt áhugamál þegar þeir hafa kork á
ferðlögum?
Kannski er eitthvað fleira sem ég er að gleyma, en þið
kommentið þá bara á það á eftir.
Svo við víkjum að kostunum:
Skátar fengju þá sitt eigið svæði, sem hentaði bæði
ferðalögum, sem og öðru skátastarfi, en það tengist
náttúrulega varla ferðalögum.
Við værum þá ekki að troða okkur upp á fólk sem hefur áhuga
á ferðalögum en ekki á skátum.
Grundvöllur fyrir skáta til að auglýsa viðburði sem tengjast
skátastarfi, öðru en ferðalögum.
Skátar myndu kynnast fólki úr öðrum sveitafélögum og
skátafélögum og geta planað saman skátastarfið í vetur.
OG við myndum náttúrulega hætta að væla um þetta!
Ja, mér sjálfri finnst kostirnir vera stærri en ókostirnir, það er
nú varla mikið mál að setja upp síðuna, þeir voru nú ekki lengi
að skella upp heimilinu hér um daginn.
Því spyr ég nú ykkur kæru hugarar, megum við ekki bara fá
þetta áhugamál. Við erum búin að yfirtaka FERÐALÖG, en
það er ekki það sama.
Svo eru ekki allar skátagreinar samþykktar á ferðalögum.
Þessi grein sem þú ert að lesa núna var ekki samþykkt. Þetta
er svarið sem ég fékk:
Grein þín: Skátaáhugamál send á áhugamálið: Ferðalög var
ekki samþykkt.
Skýring:
Ég get ekki samþykkt þessa grein inn á áhugamálið ferðalög,
það er fyrir ferðalög en ekki skáta. Þó svo þið hafið verið mjög
dugleg að senda þangað inn.
Þessi grein ætti miklu frekar heima á forsíðu. Ef hún er
samþykkt þar getur þú séð hvort möguleiki er á
skátaáhugamáli þar sem vefstjóri sér um forsíðuna.
Þökkum viðleitnina.
hugi.is
- - - - - - - - - - - - -
Ég meina hvernig eigum við að geta notað ferðalög sem
nokkurs konar skátaáhugamál, ef að við ekki megum senda
þar inn greinar sem tengjast lítið ferðalögum. Það var nú
sjálfur vefstjóri sem sagði að við ættum að senda greinarnar
þangað í tilkynningu sem hægt er að sjá á forsíðu.
Ég geri því bara eins og daywalker sagði og sendi hana á
forsíðu og vona að hún verði samþykkt!
Endilega komið með ykkar komment á þetta efni, komið þó
með rök fyrir því afhverju ekki, ef að þið viljið ekki
skátaáhugamál. Og eins, ef að þið styðjið þessa marg
umræddu hugmynd, þá endilega gefið ykkur fram!
Skátakveðjur,
Inga Fenris