Hingað til hefur hins vegar ekki verið fjallað hér um kynhneigð Einstein og er ástæðan einfaldlega að hún skiptir harla litlu máli í samanburði við kenningar Einsteins og áhrif þeirra á vísindin og alla hugsun manna.
Einkalíf og ævisaga Einsteins er þó að sjálfsögðu gilt viðfangsefni í vísindasögu rétt eins og fjallað er um einkalíf listamanna í listasögu og um einkalíf stjórnmálamanna í stjórnmálasögu. Kynhneigð Einsteins hefur þó ekki vakið sérstakan áhuga sagnfræðinga svo að okkur sé kunnugt, utan hvað í seinni tíð hefur orðið nokkur umræða um það að hann hafi sýnt konum verulegan áhuga, á stundum umfram það sem almennt var talið sæma giftum mönnum í þá daga.
Hér er enn þess að gæta að orð eins og “samkynhneigður” geta verið vandmeðfarin, rétt eins og aðrir einfaldir stimplar sem fólk notar stundum um flókin fyrirbæri eins og tilfinningalíf manna. Til dæmis er viðbúið að þetta orð hafi mismunandi merkingu í eyrum mismunandi einstaklinga.
kv. Arnór