Ástæðan fyrir þessari hugmynd er sú að þegar verið er að gefa álit á ýmsum greinum er oft áhugavert að sjá þroskamun þeirra sem álit sitt gefa.
Sumir eru að gefa álit einungis til þess að ná fólki upp, aðrir gefa álit sem virðist fyndið en er einungis vegna vanþekkingar eða skorts á reynslu.
Allavegna, þá fer þetta í taugarnar á sömum en aðrir reyna að láta þetta fram hjá sér fara.
Hugmyndin er svohljóðandi:
Í byrjun eru til 5 þroskaflokkar (nöfn ekkert endilega þessi),
Krakki
Unglingur
Fullorðin
og svo
Heiðursborgari og
Andfélagslegur
Fólk er upphaflega sett í þrjá efstu flokkana samkvæmt fæðingarári
en, og þetta skiptir máli, hegðun þín getur breytt þeim flokk sem þú ert í.
Við hverju áliti geta þeir sem eru í sama flokk eða flokk sem er talinn “betri” gefið þér plús eða mínus.
10 plúsar breyta þér í Heiðursborgara, sama hvort þú sér barn, unglingur eða fullorðin og sömuleiðis 10 mínusar breyta þér í andfélagslegan.
Því er í raun aðeins hægt að breytast úr barni í fullorðin með aldrinum, en barn sem að hagar sér vel getur komist á sama plan og fullorðin, þ.e.a.s orðið bæði heiðursborgarar.
Það besta við þetta er svo það að þú getur valið í stillingum að sjá ekki álit þeirra sem eru úr þessum flokkum, þú getur t.d valið að sjá bara hluti frá andfélagslegum eða heiðursborgurum o.s.f.v.
Einnig er líka pæling að hafa bara “Hugaður”, “Heiðursborgari” og “Andfélagslegur”.
Önnur pæling er að vensla stöðu eftir áhugamáli, en það er kannski orðið fullþröngt svið og myndi detta um sjálft sig sem slíkt.
Svo fer þetta líka svolítið eftir vinnslugetu mySql og php ;)
En þetta er bara grunnhugmynd og gaman að sjá hvaða viðbrögð hún mun vekja hérna innan huga.