Nú var ég að koma heim af keflarvíkurvelli með félaga mínum eftir að hafa verið að sækja pabba hans þar, og sagði kumpáni minn “hey marr skreppum á select og kaupum okkur coke!” og ég svaraði “hey já ýkt cool gerum það” og var þetta ákvörðun sem myndi hafa varanleg áhrif á líf mitt. Við komum að select 2:17 og hafði ég með mér úr bílnum hálf tóma cokeflösku sem ég ætlaði að henda á Select. Ég steig útúr bílnum ásamt félaga mínum og gekk í átt að Select og sá útundan mér Lögreglubíl og hugsaði “ahh ég verð þá alla vega ekki rændur eða fyrir ofbeldi á dvöl minni hér” en þá gerðist svolítið. Rétt áður en ég steig inn í Select komu 2 lögregluþjónar á móti mér með pylsu í hendi og hefst þá samtalið:
Lögga#1-“Hvað ertu með í þessarri flösku”
Ég-“Ahhh þarna náðirðu mér, þetta er rammáfengt *mikill hæðnistónn*”
Lögga#1-“Já hentu þessu strax!!”
Ég-“Ég hendi þessu ekkert (ég held að hann sé að grínast, mér datt ekki í hug að hann væri með svona stæla yfir botnfylli af coke)”
Lögga#2-“þetta þarf ekkert að vera erfitt come on leyfði vini mínum að henda þessu” (hérna fannst´mér ég vera kominn í lélega mynd með good cop bad cop).
Ég-“ertu ekki að grínast viltu henda cokeinu mínu?” (er aðeins farinn að efast en held samt en að hann sé að grínast)
Lögga#1-“Já *grípur í hendina á mér og neyðir cokeflöskuna úr hendi mér* nú hendi ég þessum andskota!!!”
Ég-“BWAHAHAHAHHA ertu ekki að grínast í mér, ÞÚ HENTIR COKEINU MÍNU”
Lögga#1 og 2 labba í burtu grafalvarlegir og eru handvissur um að hafa þarna bjargað vandræðaungling frá glötun.
Ok þetta gerðist hérna fyrir 40 mínútum síðan og þetta er ekki ýkt NEITT án grins maðurinn greip í hendina á mér og NEIDDI mig til að henda tómri cokeflösku, ég meira að segja streittist á móti. ég tók niður númerið á bílnum (PY-742).
P.S. hefur einhver hugmynd hvort ég geti tekið upp samtalið við lögregluna á morgun á tölvutækt form?