Þó það dyggði Þýskalandi jafntefli til að tryggja sér sæti áfram í
16-liða úrslit var þetta æsiskemmtilegur leikur.
Bæði liðinn byrjuðu nokkuð varlega en var það Þýskaland sem voru
kannski aðeins betri og byrjaði fyrsta almennilega færið á 10.
mínútu þegar Miroslav Klose sendi boltann á Michael Ballack og
skaut hann boltann rétt framhjá markinu. Kamerúnar voru ekki að
verjast heldur þvert á móti þegar Salomon Olembe var sirka 25
metrum frá markinu en kom Oliver Kahn á móti honum og skaut hann
beint á hann. Oliver Kahn var ekki kominn í frí vegna Kamerún fengu
aukaspyrnu úr 25 metra færi á 27. mín og tók Pierre Wome hana en
náði Kahn að slá boltann frá markinu og fór hann beint á Rigobert
Song sem náði að skalla boltann en fór hann rétt framhjá markinu.
Svo var það á 36. mín þegar Christian Ziege var næstum búin að koma
Þýskalandi yfir en Boukar Alioum, markmaður Kamerún sem bjargaði
boltanum meistarlega. Þó Þýskaland kæmust áfram með því hvernig
staðan var, leit samt út einsog Þýskaland voru pirraðir með stöðuna
og urðu þeir því einum manni færri þegar varnamaðurinn, Carsten
Ramelow var rekinn útaf á fertugustu mínútu.
Þrátt fyrir að vera einum manni færri kom Þýskaland sterkt út í
seinni hálf leik og var það á 50. mínútu þegar Bode slapp í gegnum
Kamerún vörnina eftir fallega sendingu frá Klose og setti boltann
rólega í netið, nú var staðann 1:0 fyrir Þýskalandi. Hléið virtist
fara illa með Kamerúnana og voru þeir að tapa allri snerpuni sinni.
En loksins á 73 mínútu fóru Kamerúnar að sýna eitthvað þegar Geremi
tók sendi fínan bolta úr aukaspyrnu á Lauren sem skallaði boltann í
stöngina úr 12 metra færi en skoppaði boltinn á Patrick Mboma en
náði Oliver Kahn að smeygja sér í boltann. Það varð aftur jafnt
íliðum þegar Patrick Suffo var rekinn af velli á 77. mín. Þýskaland
nýtti sér að vera jafnir aftur og sóttu þeir mikið og var það
markahæsti maður mótsins Miroslav Klose sem skoraði fimmta mark
sitt í keppnini á 80. mínútu og nú voru þeir komnir 2:0 yfir. Þó
vildi markmaður Kamerún ekki gefast upp og þurfti hann að verja
skalla frá Mickael Ballack og langskot úr 20 metra færi frá Jens
Jerimias á loka mínútunum.