Ég fékk nýjasta BT bæklinginn í gær og rak augun í eitt mjög áhugavert á einni síðunni. Þar stendur.

“Í gömlu músunum var kúlu snúið með því að hreyfa músina. Þessi kúla snýr þremur nemum sem túlka hreyfinguna.”

Þetta var í dálki sem kallast “Kennslustundin”. Það veit hvert heilvita mannsbarn sem hefur opnað kúlumýs að það eru bara tveir nemar. Sem sagt kúlan snýr tveimur hjólum sem eru tengd við nema, þessi hjól tákna X og Y ás. Þriðja hjólið sem er þarna er stuðningshjól og gerir ekkert nema að ýta kúlunni að hinum hjólunum tvemur. Þetta eru mistök sem fólk sem vinnur í þessum bransa gerir grín af þegar fávís wesserbesser er að reyna að telja einhverum í trú um að mýs hafi þrjá nema.

http://www.bt.is/baeklingar/02_11_00/bls1.jpg
Neðst í hægra horninu.
_______________________