í <a href="http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_id=740&grein_id=610“>grein</a> frá <a href=”http://kasmir.hugi.is/nphobic/">nphobic</a> kemur fram að Rambus sé hraðara en SDRAM og notar hann sem viðmiðun prófun á milli Intel og Athlon véla á 1GHz.<p>
Þessi prófun hefur <u>ekkert</u> að segja með hraða minnisins því fjölmörg próf hafa sýnt fram að Intel er öflugri en Athlon á 1GHz. Það er vegna þess að flýtiminni í Athlon örgjörvanum keyrir á hálfum klukkuhraða á meðan að það keyrir á heilum klukkuhraða í Intel og hafa prófanir sýnt að Intel nýtur þess forskots eftir því sem að örgjörvarnir verða hraðari og fer Intel fram úr Athlon í afköstum í kringum 800MHz, og jafnvel fyrr undir vissum kringumstæðum. Til dæmis er Coppermine 800 hraðari en 1GHz Athlon í Quake 3 prófunum.
JReykdal