Eins og svo margir vita tók Smárabíó sig til um helgina og skellti 2 óvissusýningum á, aðra á föstudagskvöldið og hina á laugardagskvöldið. Myndirnar sem komu til greina voru Spiderman, Star Wars Episode 2, Panic Room og Sweetest Thing. Þar sem ég er mikill áhugamaður um kvikmyndir ákvað ég að skella mér í bíó á föstudagskvöldið og var að vonast eftir Spiderman eða Episode 2. En nei, þegar treilerarnir voru búnir sá maður hvað koma skyldi. The Sweetest Thing með Cameron Diaz í farabroddi. Auðvitað varð maður svekktur en út á þetta ganga þessar óvissusýningar. Að lokinni ágætis mynd hitti ég félaga mína sem höfðu verið í lúxussalnum(ég var í nr.1) og þar hafði verið Panic Room. Ég hefði nú frekar viljað sjá hana heldur en The Sweetest Thing. En svo fór sem fór.
En svo þegar ég vaknaði á laugardagsmorgni þá hélt ég aldeilis að gæfan væri að snúast mér í hag. Því ég sá þessa auglýsingu í Morgunblaðinu: “Óvissusýning kl. 10 (svo voru taldar upp sömu myndir og kvöldið áður)” Svo neðst í auglýsingunni stóð: “ATH! Ekki sama myndin í báðum sölum(lúxus og nr. 1) og ekki sömu myndir og í gær.” Þá sá ég það fyrir mér að ég væri að fara annaðhvort á Spiderman eða Episode 2. Nú var sko athugað hve mikill peningur var í veskinu, og viti menn! Það var peningur fyrir annarri bíóferð, sérstaklega þar sem þeir voru beinlínis að segja manni að maður væri á leiðinni á góða mynd!
Þegar komið var í bíóið þá heyrði maður það á liðinu í kring að það vissu allir að það væri annaðhvort Spiderman eða Episode 2. Og allir mjög ánægðir með það. Fyrst byrjaði ömurlega lasershowið. Svo fór sýningarvélin í gang og þá byrjuðu treilerarnir. BANG! Episode 2 og Spiderman! Beint í smettið á manni! Svo þegar treilerarnir voru búnir byrjaði Panic Room!
Það sem ég er að fara með þessari grein, er það að hvað á það að þýða hjá Skífunni/Smárabíó að ljúga svona að fólki í stórum fjölmiðli? Þeir segjast ekki ætla sýna sömu myndirnar, en gera það samt! Það er engin afsökun að víxla um sali. Þetta er sama bíóið þó að þetta sé lúxus- eða almennursalur. Ég veit um margt fólk sem fór bæði föstudags- og laugardagskvöld og segjum að það hafi lent bæði skiptin á Sweetest Thing, þó að Diaz sé flott þá er maður ekki tilbúinn til að horfa á hana 2 daga í röð fyrir 2500 kall!
Þetta er bara fáranlega gert af Skífunni, þetta er svo lýsandi dæmi fyrir þennan fýr sem kallast Jón Ólafsson!
Það sem þessi maður og hans fyrirtæki hafa gert okkur undanfarið er nánast ólýsandi. Hann er að hækka allt geisladiskaverð um upp öllu valdi, læsa geisladiskum og ljúga að okkur upp í opið geðið! Hvað gengur þessum mönnum til?
Ef að ég væri starfsmaður hjá Skífunni myndi ég segja upp eins og skot. Það hefur aldrei verið sniðugt að vera í vinnu hjá mafíunni.
Ég legg til að við sniðgöngum Skífuna gjörsamlega því þeir eru pottþétt að hlæja að okkur núna eftir að hafa kjaftfyllt báða salina bæði kvöldin.
Ef að Skífan var einhvern tíman að ríða okkur í rassgatið þá voru þeir enda við að fá það núna!
Kv. Ingibe
“When seagulls follow the trawler, it is because they think that sardines will be thrown into the sea.” - Eric Cantona