Official reglubók Snoogie
1. Snoogiekeppni skal fara fram á viðurkenndu snóker- eða poolborði.
2. Keppendur mega vera allt að 3, þó skulu þeir eigi vera færri en 2.
3. Hver keppandi skal hafa 3 kúlur til afnota, helst í sama lit eða litaflokki (Ljósir litir, dökkir litir).
4. Ein krít skal notuð og er henni hent á borðið af vinningshafa síðustu keppni eða, ef fyrsta kast leiksins er, af vinningshafa hlutkestis.
5. Takmark keppenda er að koma kúlum sínum sem næst krítinni með því að ýta kúlunni að henni frá öðrum enda borðsins
6. Þegar keppandi ýtir kúlu sinni skal hann sleppa henni algjörlega áður en að ímyndaðri línu í u.þ.b. 25 cm fjarlægð frá battanum er náð
7. Ef keppandi brýtur þessa reglu tapar hann sjálfkrafa umferðinni.
8. Spilaðar eru 6 umferðir og vinnur sá keppandi sem unnið hefur flestar.
9. Ef jafnt er eftir 6 umferðir skal spiluð ein úrslitaumferð þar sem aðeins þeir keppendur sem eru jafnir taka þátt. Sá sem vinnur þá umferð vinnur leikinn.
10. Skuli efi liggja á því hvaða kúla sé næst krítinni skal nota hálfslíters Fantaflösku til að ákvarða hver vinnur. Ef Fantaflaska er ekki til staðar skal nota málband það er Grímur hefur á lyklakippu sinni.
11. Sigurvegari fyrri umferðarinnar skal kasta fyrstur í næstu umferðinni, auk þess að kasta krítinni. Ef allir leikmenn sættast á að krítin sé á slæmum stað, svo og ef hún fer af borðinu eða ofan í vasa, skal sá sem kastaði krítinni taka hana upp og kasta henni aftur þangað til a.m.k. einn leikmaður er sáttur við legu hennar.
12. Aldrei má sami maðurinn kasta síðastur tvisvar í röð, nema aðeins séu tveir keppendur. Ef keppendur eru 3 skal kaströð vera sem hér segir:
Ef sá sem fyrstur kastaði vinnur umferðina skal hann kasta fyrstur aftur og skulu hinir skipta um pláss í kaströðinni.
Ef sá er kastar annar vinnur umferðina skal hann kasta fyrstur í næstu umferð, sá er kastaði fyrstur verður síðastur og þriðji verður annar.
Ef sá sem kastar síðastur vinnur umferðina skal hann kasta fyrstur í næstu umferð, sá er kastaði annar verður síðastur og fyrsti verður annar.
Til að einfalda skal líta á skýringarmynd:
1 2 3 (röð keppenda)
Ef 1 vinnur verður röðin 1 3 2
Ef 2 vinnur verður röðin 2 3 1
Ef 3 vinnur verður röðin 3 1 2
Zedlic