Ég veit að það hefur verið samskonar umræða í gangi áður, en ég vil bara segja mitt álit í þessu máli!
Ef Færeyjar fá sjálfstæði frá Danmörku, þá yrði það góður kostur fyrir okkur íslendinga að fara í hugsanlegar viðræður við færeyinga um sameiningu beggja landa.Það væri líka hægt að hefja viðræður við þá, þó svo að þeir öðlist ekki sjálfstæði frá Danmörku. Það að ganga í sameiningu við færeyinganna mun ekki bara stækka landhelgi Íslands, heldur líka mun opna möguleika fyrir betri tengingu við Evrópu, má nefna sem dæmi um styttri siglingarleiðir fyrir fyrirtæki sem eru með útflutning til annara landa í Evrópu, ef fyrirtæki vilj staðsetja sig í Færeyjum. Með slíkum breytingum þyrfti ríkisstjórn Íslands sennilega stækka við skipaflota Landhelgisgæslunar og jafnframt bæta eftirlit við landhelgina. Með sameiningu við færeyinga eru við að ná raunverulegum markmiðum, í stað þess að Færeyingar verði sjálfstæðir og ætli sér að halda sér uppi með þeim litla iðnaði sem þeir hafa. Við getum samið við Færeyinga og boðið þeim mun betri kjör en danir geta í sambandi við sjávarútveg og samgöngur á milli landanna. Hægt væri að fjarlægja dönsku kennslu frá íslenskum grunnskólum og kennt verði í staðinn færeysku svo tengsl þjóðanna yrði betri. Umhverfið í færeyjum er líka svo ótrúlega líkt umhverfi heima á Íslandi og við getum kynnst færeyingum miklu betur með sameiningunni.
Það er ekki hægt að vita með vissu hvernig danska ríkisstjórnin bregðist við, ef við íslendingar færum í alvarlegar umræður um sameiningu Íslands og Færeyja. Það mun örugglega verða nógu erfitt fyrir þá að gefa færeyingum sjálfstæði, en það verður mun erfiðara að gefa okkur íslendingum kost á sameiningu við Færeyjar, þegar þeir neyddust til að gefa okkur sjálfstæði á sínum tíma. Það er eflaust mikilvægt fyrir dönsku þjóðina að eiga einnhverjar “nýlendur” svo þeir geti kallað landið sitt konungsríki. Þrátt fyrir þann fáranleika að það er drottning sem situr í embætti konungs í Danmörku. Danska þjóðin vill gjarnan vera minnugir um stríð þeirra við önnur lönd og nýlendur sem þeir eignuðust . Við lifum í öðrum tíma þar sem nýlendur eru smátt og smátt byrja að fá sjálfstæði og hafa sína eigin fána og menningu. Ef sá dagur kæmi að við mundum sameinast færeyingum, þá yrði það svipaður viðburður og þegar við íslendingar stækkuðum landhelgi okkar yfir í 200 sjómílur. Það getur verið að það gerist ekki átakalaust, en við íslendingar höfum alltaf náð okkar markmiðum þegar við stöndum saman.
Við getum samt ekki horft framhjá þeirri hugmynd, að það er mjög sennileg að færeyingar vilji ekki endilega semja um sameiningu, þrátt fyrir að þeir gætu haft góð viðskipti við okkur íslendinga. Þeir eru líklega að reyna fá sjálfstæði frá dönum þessa daganna, vegna þess að þeir vilja ekki að danir fái þá olíu sem þeir sjálfir mundu kannski finna í landhelgi þeirra. Ég vona að Íslenska ríkisstjórnin taki þessa hugmynd til endurrskoðunar og hafi hana í umræðu á alþingi.
Með virðulegri kveðju
Tomas18
Endilega komið með skoðun á þessu máli!