Skífan ætlar að læsa öllum geisladiskum
Jæja þá byrjar ballið. Nú hefur skífan tilkynnt að þeir ætli að læsa öllum sínum geisladiskum til að bregðast við minnkandi sölu. Eru menn virkilega ekki að fatta að “gengi” geisladiska hefur fallið í verði vegna þess hversu auðvellt er að búa þá til? Að fólki finnist það hreinlega ekki 2600 krónu virði að borga fyrir hlut sem kosti um 300 kall að framleiða. Já ég veit að upptaka og markaðssetning kostar sitt, en komon! Gaman væri að vita hversu margir spila diskana sína í tölvunni miðað við þá sem nota “hefðbundna” spilara. Er þá ekki tækifæri til að fella niður STEF skattinn af skrifanlegum diskum, fyrst að það er ekki hægt lengur að afrita diskana? Það teldi ég ekki annað en sanngjarnt.