Mig langar að segja frá umræðu sem átti sér stað í skólanum mínum núna um daginn. Ég var í hugmyndasögu(heimspeki) og fóru umræðurnar að snúast um trúmál. Nú allt byrjaði í góðu en síðan fór andrúmsloftið aðeins að hitna er fólk hætti að vera sammála um ýmsa hluti eins og t.d. biblíuna.
Mér persónulega finnst biblían vera skáldskapur þ.e. að guð hafi skapað himinn og jörð og allt það. En þegar ég er að láta ljós mitt skína og segi að ég trúi ekki á guð að minnsta kosti ekki skv. biblíunni þá hreinlega trompast kennarinn og fer að kalla mig trúleysingja(er það slæmt?) og spyr hvað ég hafi eiginlega verið alinn upp? Ég var nú ekki par sáttur við þennan lestur kennarans og spurði hann hvernig hann gæti trúað á guð og co bara með því að lesa biblíuna, það væru engar sannanir í henni.
Viðbrögðin létu sko ekki á sér standa-hann sakaði mig um að vera vísvitandi að koma af stað rifrildi innan bekkjarins og halda mínum skoðunum út af fyrir mig í framtíðinni. Ég bara spyr því ég hélt að trúmál ættu ekki að vera umræðuefni í skólum vegna mismunandi trúa og skoðana. Og ef ég held öðru fram en meirihlutinn er ég þá réttdræpur?