enn einu sinni hneykslast maður á þeim sem maður greiðir laun….
Núna rétt áðan (um klukkan 19:20-30) var ég á leiðinni heim til mín og var að flýta mér.
Kannski flýtti ég mér fullmikið og var á um 100km hraða á vinstri akrein og keyrði frekar nálægt Opel Astra bifreið sem var á undan mér, gæjinn á Östrunni var á sama hraða og ég en ég vildi komast aðeins hraðar svo ég var svona hálfpartinn að reka á eftir honum.
Gæjinn var engann veginn að fara að auka hraðann eða færa sig yfir á hægri svo ég fór fram úr honum hægra megin. Þegar ég kom upp að hlið bílsins tók ég eftir því að farþeginn veifaði lögreglumerki og þeir færðu sig fyrir aftan mig og bentu mér að stoppa. Ég stoppaði úti í kanti og hugsaði með mér að þeir gætu varla farið að gera mál úr þessu en sú reyndist raunin.. meira en lítið…
Ég fór út úr bílnum og mætti ökumanninum á milli bílanna okkar og hann spurði hann hvort það væri eitthvað vandamál, “já það er nú bara meiriháttar vandamál hvernig þú keyrir, ertu með ökuskírteini og skráningarvottorð?” sagði hann mjög dónalega.. Ég var nú ekkert að þræta fyrir þetta þar sem ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði keyrt ógætilega og fór inn í bíl en var ekki með neitt vottorð svo gæjinn fékk bara skírteinið mitt. Gæjinn sneri sér við með skírteinið mitt og ég spurði hann hvað hann væri að fara og hvort hann ætlaði að gefa mér sekt? hann sagðist auðvitað ætla að gera það og ég benti honum á það að ég hefði nú meira stoppað fyrir kurteisissakir því það eina sem þeir hefðu gert var að veifa veski út í glugga og blikka mig svo með háu ljósunum.. engin stöðvunarljós, engin sírena, ekkert sem benti til þess að þeir væru löggur hann svaraði þessu með því að segja að þeir væru þarna í umferðareftirliti, ég sagði honum að mér þætti það mjög ótrúverðugt þar sem ef það væri rétt þá væru þeir nú líklegast með einhvern búnað sem gæfi það til kynna að þeir væru lögreglumenn. Lögreglumaðurinn brást hinn versti við og rak mig inn í bíl, ég spurði hvort ég mætti ekki koma inn í bíl til þeirra og hann þvertók fyrir það og fór, ég settist bara inn í bíl og tók því rólega. Þegar hann kom aftur sagði hann að ég ætti að endurnýja ökuskírteinið og þeir hefðu bætt því í skýrsluna. Ég spurði hann hvaða skýrslu hann ætti við og hann svaraði því að ég fengi kæru (s.s. sekt) og ætlaði einfaldlega að labba í burtu. Ég fór út úr bílnum og spurði hann hverju því sætti að ég fengi sekt þar sem við hefðum báðir verið á ólöglegum hraða og hann sagði að ég gæti ekkert véfengt lögregluna með einhverju svona bulli því ég hefði sko keyrt eins og fífl. Allt í lagi sagði ég en ég vill þá fá númerið (allir lögreglumenn hafa sitt númer sem þeim ber að skrifa á allar skýrslur) hjá honum og félaga hans sem enn sat inni í bíl en hann neitaði því og labbaði áfram. Ég heimtaði einfaldlega að fá að tala við hann og félaga hans og labbaði upp að bíl þeirra. Þeir neituðu að hleypa mér inn en opnuðu gluggann þar sem ég heimtaði aftur að sjá númerin þeirra en þeir neituðu enn og ökumaðurinn setti í gír og tók úr handbremsu, við þetta sagði ég “þið keyrið ekki burt á meðan ég er að tala við ykkur, ég á fullan rétt á því að sjá númerin ykkar” þessu neituðu þeir og það einfaldlega sauð á mér og ég heimtaði enn einu sinni að fá númerin þeirra og þeir sögðu mér að ég hefði engann rétt til að fá þau og við það sauð upp úr hjá mér og ég öskraði “borga ég ekki fokking skatta?” og við það keyrðu þeir í burtu.
Þetta er auðvitað bara fáranlegt þar sem þetta eru greinilega 2 lögregluþjónar á leiðinni heim úr vinnunni sem hafa haldið að ég væri einhver 17 ára GTI-gaur og ákveðið að hræða mig aðeins.
Hér koma svo nokkrir punktar sem mér finnst að ættu að koma fram:
1. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég gerðist brotlegur við lög með því að aka of hratt svo þið þurfið ekki að segja mér það.
2. Einhverjum gæti fundist ég hafa verið með dónaskap, svo er ekki, ég geri mér einfaldlega grein fyrir rétti mínum og ætlast til þess að njóta hans í svona atvikum og vissulega varð ég æstur um leið og ég gerði mér grein fyrir því að þarna væru tveir löregluþjónar að brjóta hann.
3. Báðir bílarnir voru á ólöglegum hraða.
4. Lögregluþjónum ber skylda til að sýna númer sitt séu þeir beðnir um það.
5. Mennirnir höfðu ekkert sem benti til þess að þeir væru lögregluþjónar nema veskin (með asnalegu stjörnunni sinni) og það að sá sem ég talaði við sýndi mér að hann var í lögregluskyrtu innan undir jakkanum til þess að sanna það að þeir væru að sinna umferðareftirliti.
6. Þegar ég sagðist hafa rétt á því að fá númerin þeirra þá sögðu þeir að ég hefði hann ekki og óku burt.
7. Ég var orðinn það æstur undir lokin að ef þeir hefðu verið að gera þetta löglega og rétturinn verið þeirra megin þá hefðu þeir einfaldlega handtekið mig.
Ég er mjööög pirraður á þessu enda aldrei lent í öðru eins..
Ef sektin svo einhverntímann kemur (sem er mjög ólíklegt) þá fæ
ég mér lögfræðing, sem ætti að fara létt með svona mál.
löng grein en stundum þarf maður að blása út smá reiði…….