Hellú hellú!
Ég var að koma af leikritinu “Jón Oddur og Jón Bjarni”. Ég fór með litlu frænku minni þar sem mamma hennar var veik og komst ekki. Ekki sá ég eftir því. Þessir litlu prakkarar hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég var lítil. Mjög líklega eru margir sammála mér! Bíómyndina hef ég séð oft.
Þetta leikrit var alveg ótrúlega skemmtilegt og þessir litlu pjakkar sem léku þá bræður voru alveg að slá í gegn á sviðinu. Soffía var líka með endemum góð og Siggi Sigurjóns skein í föðurhlutverkinu;)
Auðvitað eru ekki öll atriði bókanna tekin fyrir en þó nokkuð mörg - og góð! Anna Jóna og kærastinn eða “vinurinn” voru alveg rosalega fyndin, sérstaklega ‘vinurinn’:)
Fyndnasta persónan að mínu mati var þó líklega langamman - ég er eitthvað svo veik fyrir svona kolrugluðum kerlingum:)
Litla stelpan sem lék Selmu litlu var frábær! Selma er 4ra ára með downsyndroms sjúkdóm. Stelpan var algjör dúlla.
En allavegana ég mæli með því að fólk skelli sér á leikritið!! Ég ætla að sleppa stjörnugjöf því að ég gef alltaf öllu það mesta sem hægt er…
FRÁBÆRT LEIKRIT!:) Foreldrarnir skemmtu sér jafn- ef ekki betur en krakkarnir!!:)
Enda er Guðrún Helgadóttir hreinn snillingur:)
~ * Halla