Verð símtala í önnur farsímakerfi haldast óbreytt. Verð fyrir símtöl úr almenna talsímakerfinu í farsíma er að stærstum hluta háð ákvörðun viðkomandi farsímafyrirtækis, þar sem hlutur farsímakerfanna vegur þyngst í verði símtalsins.
Þegar gerðar voru breytingar á verðskrám talsímaþjónustu Símans 1. apríl sl. í kjölfar ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar um hækkun á mánaðargjaldi fyrir almennan talsíma,. var ákveðið að koma til móts við viðskiptavini með ýmsum hætti m.a. með nýjum áskriftar- og sparnaðarleiðum og ódýrari notkun síma. Þá var m.a. ákveðin sú lækkun á mínútuverði á símtölum úr almenna símkerfinu í GSM-kerfið sem kemur nú til framkvæmda.
Mortal men doomed to die!