Hér er dæmi:
Maður nokkur sem er atvinnulaus sækir um vinnu hjá Microsoft við skúringar. Hann mætir í viðtal á mánudagsmorgni og ráðningarstjórinn biður hann um nafn, heimilsfang og tölvupóstfang. Þá kemur hik á mannin og hann segir: ‘Ég er því miður ekki með neitt tölvupóstfang þar sem ég á ekki tölvu og hef ekki efni á henni’. ‘Þá get ég því miður ekki ráðið þig til Microsoft’, segir þá ráðningarstjórinn. ‘Microsoft er hátæknifyrirtæki sem getur ekki verið þekkt fyrir að ráða fólk sem ekki hefur áhuga og grunnkunnáttu á tölvur, sama hvar í fyrirtækinu það vinnur’. Það var því niðurstaðan að hann fékk ekki vinnuna. Nú voru góð ráð dýr fyrir manninn. Hann var með 1000 kall í vasanum sem hann notaði til að kaupa kassa af tómötum. Hann settist síðan á götuhorn og seldi vegfarendum einn og einn tómat, eftir daginn var hann með 8000 kall í vasanum. Hann hélt uppteknum hætti á nokkra mánuði og margfaldaði tekjur sínar á þennan hátt og með því að vinna mikið og lengi. Nokkru seinna keypti hann sér grænmetisvagn og stuttu seinna var hann kominn með heilan her af svona grænmetissöluvögnum. Eftir nokkur ár átti þessi maður eina stærstu grænmetis og ávaxtasölukeðju heims og var orðinn vellauðugur. Þegar svo er komið fer maðurinn að hafa áhyggjur af framtíð fjölskyldu sinnar og ákveður ná sér í líftryggingu. Hann hefur samband við tryggingarsala og undir lok samtalsins biður tryggingarsalinn hann um tölvupóstfang hans til að geta sent honum yfirlit yfir líftrygginguna. Maður svarar og segist ekki hafa komið sér upp neinu slíku fyrirbæri. Hann hafi einfaldlega ekki þurft á því að halda. ‘Skrýtið segir tryggingarsalinn’, þar sem þú hefur getað byggt upp svona stóra og mikla verslunarkeðju án þess að hafa tölvupóst, hvað ætli þú hefðir þá getað gert ef þú hefðir haft hann?' Maðurinn hugsar sig um og svarar: ‘Líklega ekki mikið, ég hefði verið skúringakall hjá Microsoft’.
Fyrsti mórall sögunnar:
Internetið stjórnar ekki lífi þínu.
Annar mórall sögunnar:
Ef þú villt vinna við skúringar hjá Microsoft, náðu þér þá í tölvupóstfang.
Þriðji mórall sögunnar:
Ef þú ert ekki með tölvupóstfang en vinnur mikið og lengi geturðu orðið milljónamæringur engu að síður.
Fjórði mórall sögunnar:
Ef þú fékkst þessa sögu í tölvupósti eða last hana á vefnum, þá ertu nær því að vinna við skúringar hjá Microsoft en því að verða milljónamæringur.
Kveðja
Jakob Helgason
Oslo, Norge