Þar sem þessi grein snertir meira enn eitt áhugamál ætla ég
að setja hana á forsíðuna.
Konan mín er að læra þýðingar, er núna að lesa um hvernig
bókum og ritverkum er breytt til að standast tímans tönn, og
þóknast sem flestum á hverjum tíma. Sérstaklega eru hæst
metnu bókmenntirnar mikið þýddar og endurritaðar.
T.d. Biblian. Þegar hún var þýdd kunnu konur ekki að lesa,
fengu ekki einu sinni að læra það. það þýðir til þess að geta
selt eitthvað af því sem menn þýddu þurfti að þóknast
karlmönnum. Ekki mundi ég kaupa bók sem segir að ég megi
engu ráða. Þeir fengu bara það sem þeir vildu, “Karlmaðurinn
ræður. Konan ekki.”.
Þýðingar var líka launað starf þá, ef þú þýðir bók sem enginn
vill lesa tapar þú pening. Þetta finnst mér segja meir en nóg
Áður enn ég las þetta var ég reyndar ekkert trúaður, en núna
veit ég að það sem skilgreinir kristna trú frá annari -það er,
annað en boðskapurinn um að haga sér vel- er bara bull. Það
breytir engu hvort maður fer í kirkju á sunnudegi eða ekki, ef
maður hagar sér vel kemst maður í það sem kallast
himnaríki. Ekki að vera heittrúaður kristinn maður.
Sama má segja um þann sem samdi allt saman. Hefði hann
sagt að prestar væru fávitar væri hann höfuðslaus maður
daginn eftir.
Þá hafði greyið kallinn varla annað að gera en að segja að
þann almenni þegi eigi að borga prestum fyrir þetta og hitt.
Og ef hann segði að prestar ráða hinu og þessu. Þá er hann í
uppáhaldi hjá valdhöfum. Hver vill það ekki?
Þetta er bara spurning um að þóknast réttum aðilum.
Ekki nóg með þetta, heldur hefur Biblían verið þýdd aftur og
aftur og aftur á næstum öll tungumál heimsins og líka oft á
sama tungumálinu. Ef skoðaðar væru nokkrar mismunandi
útgáfur af Biblíunni kæmi í ljós að þær eru ekki eins. Sumum
köflum væri sleppt, eða öðrum bætt við, orðum breytt og
jafnvel nokkrum setningum frá þýðandanum sjálfum skeytt inn
í textann
Hana nú og hafiði það trúar fólk.
Fólkið sem trúir er nátturulega ekkert öðruvísi en annað fólk.
Það hefur þar á mótieitt sameiginlegt. Að trúa á eitthvað gott.
Því trúinn er að mestu góð. Að festa trúnna á biblíunna er þar
á móti galli í mínum augum. Ég er alls ekki að lasta fólki sem
trúir. Ég trúi líka. Ég trúi á það að við munum öll deyja, og ég
ætla að skemta mér sem mest á meðan ég lifi. Haga mér vel
og vera góður við sem flest fólk.
Hugsa að ég hafi sagt nóg í bili.
Lifið heil *flass*