Frumsýnd var sýning leik-og danshópsins STOMP þriðjudaginn 4.júlí. Um gæði sýningarinnar vitna ég í grein er send var hér inn fyrr í dag: Hrein Snilld ! Ég mæli með því að hver og einn sem þetta les skelli sér á þessa sýningu því hún er þess virði, þótt verðið sé í hærri kantinum. Eftir sýninguna höfðu boðsgestir kost á fara yfir í Sunnusal Hótel Sögu þar sem þeim gafst kostur á að hitta sýningarmeðlimi, ásamt á boðstólnum voru léttar veigar :) Þessi samkoma var ekki síðri og undirritaður vatt sér á tal við einn af leikara sýningarinnar. Í stuttu máli komst ég að því að þetta væri vonandi ekki þeirra eina stopp hérlendis og skaut því inn að enn væru lausir miðar á sýninguna næstu daga (markaðshyggjan). Fagurt kvenfólk og opið samfélag, byssulausar löggur og lítið um tré o.s.frv. (ætli maður hafi ekki heyrt þetta einhverstaðar áður :) ).
Þetta var ógleymanlegt !