Af hverju er það oft þegar samin er grein sem inniheldur einhverjar smá villur þá er farið að gagnrýna greinina fyrir það og engin almennileg svör berast inn vegna þess. Þá fer þetta oft út í samræður sem líkja oft rásinni #iceland á ircinu.
Fólk er ekki að segja álit sitt á greininni heldur eingöngu hvað greinin hafði mikið rangt að innihalda með stafsetningu og málfræðivillur!!!
Þetta er eitthvað sem þeir sem hafa áhuga á að lesa greinina nenna ekki að sjá

http://www.hugi.is/jolin/bigboxes.php?box_type=greinayfirlit&grein_id=34600

(kann ekki að gera link)
Þessi grein hans SBS er mjög gott dæmi um fína grein sem gaman var að lesa, sem fer út í steypu vegna ákveðinna einstaklinga eins og paddington sem gerir ekki annað en að rakka hana niður fyrir málfræðivillur og stafsetningu, og má nefna að hann gerir einmitt villur sjálfur einstaka sinnum.
Ef fólk hefur ekkert út á greinarnar að setja, gagnrýna greinina fyrir hvað hún er en ekki hvernig hún er skrifuð þá ætti það bara að halda sig á mottunni og sleppa því að skrifa.
Pirrandi ÞJÓÐFLOKKUR segi ég nú bara

ViceRoy