Það er ekkert meira óþolandi en hit´n run fólk. Ég er alveg kominn með grænar af þessu fólki. Málin standa svona, ég fór í kringluna og lagði bílnum mínum á jarðhæðina eins og ég er vanur að gera, og trúið mér ég legg bílnum mínum mjög oft þarna. Það er liggur við daglegur atburður að ég fari í kringluna.
Ég fór með vini mínum og vorum við í um það bil 7 mínútur inn í kringlunni. Þegar ég kem út aftur er búið að klessa utan í bílinn minn. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist fyrir mig. En að fólk hafi ekki manngæsku og meiri virðingu fyrir sjálfum sér með því að keyra bara í burtu og þykjast að ekkert hafi gerst! Ok ég sjálfur persónulega myndi skilja eftir símanummerið og nafn á bílrúðunni ef ég myndi gerast fyrir mig. En nei fólk það bara keyrir í burtu. Haldið þið að það fólk sem keyrir í burtu yrði sátt ef þetta myndi gerast fyrir þau?? Nei ég held ekki. Það hefur ekki gerst að ég hafi keyrt utan í kyrrstæðan bíl, og ef það gerist mun ég setja nafn mitt og símanúmmer beint á framrúðuna því get ég lofa ykkur. Þessi kringluferð kostaði mig um 15.000 kall. Sem betur fer er ég á Ford Ka þar sem stuðarinn er skiptur í í þrjá parta. annars hefði ég þurft að kaupa heilan stuðara að framan!
En hér með mana ég þá manneskju sem gerði þetta, eða þeirri manneskju sem varð vitni að þessu að tala við mig. Ég yrði mjög ánægður með það. Það er að segja ef það hafi verið eitthvað vitni af þessu. Þetta gerðist milli 18:20-18:27 ég var á rauðum Ford Ka og ég veit að það var jeppi sem var lagður hliðin á mér þegar ég fór út úr bílnum. Mig minnir að það hafi verið MMC Pajero svona 88-90 módel. Þetta gerðist á jarðhæðabílastæðunum í kringlunni!
Það yrði frábært ef einhver gæti gefið mér einhverjar vísbendingar. Því það er ekkert meira pirrandi en fólk sem keyrir á kyrrstæða bíla og keyrir í burtu eins og ekkert hefði gerst!
Takk fyrir
Einn mjög ósáttur
Ray Franco.