Undirtónar 5 ára og nýr vefur okkar hefur opnað!
Þá er komið að því að fagna 5 ára afmæli Undirtóna og við
getum lofað góðri dansveislu. Til þessa að hjálpa okkur með
partýið fáum við frá London plötusnúð frá Jedi Knights sem
heitir Mark Pritchard. Jedi Knights hafa verið lengi að og í raun
tóku þeir þátt í þvi að byggja upp klúbbamenningu Englands.
Meira er hægt að lesa um hann í Undirtónum eða á
raftónlistar-áhugamálinu hér á huga.
Einnig kemur “Dominique” frá New York, en hann spilar allt
sem telst til “cool” partý tónlistar og ef það er eitthvað sem þeir
kunna í New York þá er það að halda alvöru partý. Auk þess
mun Tommi White" spila í fyrsta skipti með hljómsveit með
sér, en i hljómsveitinni eru : Venus, Maggi jóns (Gusgus)
Raggi bassi(Bubbleflies), Buzby og síðast en ekki síst sjálfur
Senior Blanco. Árni E ætlar einnig að mæta og halda partýinu
gangandi fram á næsta dag.
Já þetta verður skotheld dagskrá, nóg að gerast á fimm ára
afmæli Undirtóna litla, sem bráðum fer að byrja í skóla og
læra að lesa. Stuðið byrjar kl. 23:00 og rúllar eitthvað fram eftir
nóttu á Thomsen laugardagskvöldið 24. nóvember.
Kíktu svo við á nýjan vef Undirtóna og skemmtu þér vel.