Þetta er alveg snilldarvefur en lengi má gott batna.. þetta eru svona nokkur atriði sem mér finnst að mætti betur fara og einnig sem ég hef fengið frá öðrum notendum. (hef nú sent þetta á einn af þessum stóru aðilum hérna.. á eftir að koma í ljós hvort einhver þarna sé sammála mér hehe ;-)

<b>Vinalistinn</b>
Sjá hver er inni og hver ekki (að það komi bara alltaf fyrir framan nikkin hvort viðkomandi sé inni eða ekki, líka í korkum)

<b>Skilaboðaskjóðan</b>
1. Sjá líka þau skilaboð sem maður sendir frá sér
2. Væri nú líka skemmtilegt að geta flokkað þau líka
3. Geta eytt mörgum í einu

<b>Egó</b>.
1. Geta séð bara greinar (og korka ?) úr þeim áhugamálum sem maður vill.
Sem sagt að maður geri bara eins og í áhugamálavalinu, merkir við og fær þær greinar (korka?) upp eins og á forsíðunni nema bara með þeim sem maður vill. Jafnvel hafa annarsstaðar en í egóinu. Setja upp nýja síðu þar sem þetta kemur upp, í stíl við forsíðuna nema bara með þínum áhugamálum.
2. Ekkert allir sem fatta strax hvernig egóið virkar. Vantar betri útskýringar.
3. Þegar maður ætlar að bæta við nýjum kubbi og fær yfirlit yfir áhugamál þá sé ég enga röð á þessu, mætti vera í stafrófsröð eða eitthvað

<b>Upplýsingar um fólk</b>
Ef maður klikkar á nikk að maður geti séð hvað þeir hafa skrifað í stað þess að fara í ítarlega leit. (Bæta bara við einum takka eða svo).

<b>Yfirflokkar</b>
1. Hafa þá öðruvísi. T.d Gæludýr, hundar og kettir færu undir yfirflokkinn “Dýr” og þar myndu birtast nýjustu greinarnar (eins og er) og nýjustu korkarnir (allt í bland). Gæludýr eru of ópersónuleg eitthvað ekki eins og “alvöru” áhugamál (hefur verið kvartað yfir þessu einhverntíman).

<b>Adminar</b>
1. Hafa almennilega admina á áhugamálunum, auglýsa eftir einhverjum ef þarf.
2. Hafa lista eða kubb á hverju áhugamáli fyrir sig þar sem stendur hver er admin

<b>Korkar</b>
1. Það veit enginn hvað þetta þýðir, er alltaf verið að spyrja mig um þetta.. mætti útskýra betur, t.d þegar fólk nýskráir sig að það fái mail með upplýsingum um allt á huga eða eitthvað
2. Sjá hve margir hafa svarað eins og við greinunum.

<b>Linkar</b>
1. Að linkarnir komi sjálfkrafa, maður verði ekki að html skrifa þá (mætti annars vera hjálp við það)
2. Þegar maður klikkar á linka að þeir opnist í nýjum glugga

<b>Greinaskrif</b>
1. Að maður fái að lesa yfir eins og á korkunum og fá svar þegar þeim er svarað (að það komi sem default í stað þess að fólk þurfi að velja það)
2. Að linkar virki líka við svörum við greinum eins og á korkum.

<b>Hjálpin</b>
1. Er alveg hrikalega lengi að hlaðast inn ef hún hleðst þá inn

<b>Stigayfirlitið</b>
Oft dáldið flókið, mætti hafa augljósara. t.d að maður gæti raðað eftir stigafjölda og ignorað þau áhugamál sem maður fer ekki á eða eitthvað.

<b>Skítkast frá fólki</b>
1. Mætti vera harðari reglur á að setja fólk á svartan lista ef það hagar sér ekki vel (eða setja stopp á stigin í einhvern tíma, hegna fólki fyrir slæma framkomu…). Kannski bara í stuttan tíma fyrst og svo í lengri tíma. Oft sama fólkið sem er með skítkast og fólk er hreinlega búið að fá leið á því
2. Hægt að útiloka fólk svo það geti ekki skrifað neitt á þeim áhugamálum sem það hefur verið með skítkast á.

<b>Forsíðan - almennir korkar</b>
Oft ótrúlegt bull sem er sett þar.. jafnvel að íhuga að láta samþykkja korkana þar eða fara yfir þá og eyða fáránlegum korkum eða bara setja bann á þá sem eru bara eitthvað að bullar þar.

<b>Skoðanakannanir</b>
Ef maður fer í “skoða nánar” þá tekur endalausan tíma að fá það upp. Þarf að laga.

<b>Annað</b>
Passa að t.d korkar og skoðanakannanir lendi ekki einhverstaðar neðst á síðum þar sem enginn tekur eftir þeim (sjá tilveran og lífstíll)

Vinalisti og skilaboðaskjóðan mættu vera aðskilin

Hafa jafnvel við hliðina á valkostunum uppi, (póstur, egó og því) skilaboð og vinalisti.

Að maður fái skilaboð þegar nýtt kemur inn á admin kubbinn.


Kveðja kisustelpan.