Gott verð hefur oft í för með sér kvilla.
Um daginn keypti ég geforce2 mx kort af computer.is
sem er ágætis verslun að því leyti af ég hef ekki lent í
vandræðum með ábyrgð hjá þeim hingað til.
En, ég komst að því maðkur var í mysunni vegna góðs verðs.
Mér var seld OEM útgáfa af kortinu sem er um 20% hægari (skoðið www.hardopc.com) á verði RETAIL útgáfu af kortinu.
Svona viðskiptahættir ættu að vera löngu farnir úr tölvubúðum, enda ætti það að vera vitað mál að OEM útgáfur af tölvuvörum eiga einungis að vera seldar til þeirra sem púsla saman tölvum og selja þær sem heildarlausnir, en ekki sem stak vara í smásölu til kúnna.
Til þess að bæta gráu ofan á svart þá er mynd af RETAIL útgáfunni í kassa og alles á www.computer.is en það er samt ekki varan sem maður fær þegar pöntunin kemur í hendurnar á manni.