Eftir að hafa verið einn af þeim sem hafa beðið eftir þessum leik í rúm þrjú ár þá verð ég að viðurkenna það að sú tilfinning að fá hann í hendurnar mun verða einsog hvíld, en ekki einsog spennufall.
Það er aldrei gott fyrir neinn markað að hypa svona rosalega upp vöru allt, allt of snemma fyrir útgáfu hennar, enda held ég að Diablo 2 sé ein helsta ástæðan fyrir því hversu mengaður leikja markaðurinn er að verða.
Flottir leikir sem enginn þekkir verða að engu vegna þess að fólk bíður stöðugt með peningana sína eftir vöru sem er alltaf að fara að koma út, en kemur svo ekki út fyrr en að sá sami hópur hefur beðið í um fimmfaldan þann tíma sem hann bjóst við.

Segjum nei við stöðugri fréttaumfjöllun með vöru sem kemur ekki út á næstu grösum,
annað orsakar stöðnun og afturför.