Ég hef verið að líta svolítið í málefni ólöglegra fíkniefna og á skipan mála, þ.e. hvort þau ættu bara áfram að vera ólögleg. Þessari spurningu er vægast sagt erfitt að svara og ógrynni raka eru til fyrir hvorri niðurstöðunni sem er. Nægir hér að vísa til fleiri greina sem ég hef skrifað hér á tilverunni um sama efni ásamt fjölda annarra netheimilda.
Ekki ætla ég að fara að vega hér og meta öll þau hugsanlegu og óhugsanlegu rök beggja aðila heldur ætla ég aðeins að skoða örfáar staðreyndir um kannabisefni sem hefur verið að mótast í áliti almennings á vesturlöndum hin síðustu ár.
Eitt hefur vakið furðu mína við athugun þessara mála, sem hefur nær eingöngu verið í heimildum internetsins sem eru æði fjölskrúðugar og mis marktakandi en væntanlega fer það gildismat aðeins eftir lesandanum. Það sem mér hefur fundist einkenna þessa athugun mína er hvað kannabisefni eru hvað umdeilanlegust og orðskipti a því sviði verið hvað einna hörðust.
Orsakir þessa er væntanlega of langt mál að rekja hér í þessari stuttu grein en þó þykir mér vert að stikla aðeins á þeim og þá sérstaklega þeim rökum sem mér finnst marktakandi, þó svo að mitt álit sé enginn heilagur sannleikur í þessum efnum. Þannig er málið að kannabisefni virðast vera mjög vægur vímugjafi og enganveginn sambærileg við heróín, kókaín, amfetamín, áfengi og önnur áþekk vímuefni. Það er kannski ástæða þess hve miklum málefnalegum grundvelli þessi umræða hefur verið fengin, að neytendur kannabisefna og þá sér í lagi stórneytendur virðast fara hvað mestan í flokki þeirra sem vilja lögleiðingu. Ástæðan fyrir því hve vel þeir koma málinu frá sér er kannski vegna þess hve væg þessi efni eru, þau ræna menn ekki ráði og heilsu heldur getur maður haldið rökréttri hugsun, réttri skynjun að flestöllu leiti, þau virðast aðeins til lengri tíma litið og skemmri hafa áhrif á viðbragð og þau líffæri sem bíða skaða af því að sjúga reyk ofan í sig. Þetta er ekki að finna í hópi neytanda sterkari efna, þeir eru ekki eins meðvitaðir um neyslu sína og vita oftast sjálfir af bráðri hættu þessara efna og hafa því vit á því að hafa sig hæga, eða altént hægari í umræðum.
Það er engin stuðandi staðreynd að kannabisefni eru hættuleg, jafnvel stórhættuleg þegar neysla keyrir langt úr hófi fram en ef við hugsum okkur aðeins betur um þetta efni, er ekki allt stórhættulegt þegar notkun er komin úr hófi fram? Menn hafa dottið niður dauðir eftir langvarandi fyllerí, menn hafa lent í dauðaslysum á farartækjum sem eru löngu kominn fram yfir síðasta farardag og svona mætti lengi telja. Það sem mér hefur þótt einkenna rök gegn því að kannabisefni séu lögleifð eru einmitt þessi, fólk gæti misnotað þau. Ættum við þá allteint ekki eins að banna ritalín sem margir hafa notað við góðan árangur.
Að hafa kannabisefni ólögleg hefur á margan hátt skaðlegri áhrif heldur en lögleiðing. Í fyrsta lagi er hægt að benda á að allir þeir sem hafa hug á að verða sér útum þessi efni tekst það nær undantekningalaust alltaf. Svo má benda á að með því að hafa þau ólögleg sé ríkið á fara á mis við hagnaðinn sem af þeim stafar og honum væri nú hægt að verja til lögreglumála, skólamála og meðferðarmála svo fáein dæmi séu tekinn. Fíkniefninn velta milljörðum á ári og ekki kæmi það mér á óvart að veltan væri hátt í milljarður á Íslandi einu. Sömu menn hafa oft á tíðum með höndum sölu á öllu því sem hægt væri að kalla ólögleg fíkniefni og þar eru kannabisefni undirstaðan í markaði þeirra. Þeir sjá sér hag af því að kannabisefni eru ólögleg því það einhvernveginn mildar hin efnin, t.d. kókaín sem töluvert meiri peningar eru í, í huga þeirra sem versla sér kannabisefni og því eru þeir oft á tíðum látnir til leiðast af þrýstingi og fáfræði til þess að prufa þessi sterkari efni og það er von sölumannsins að svo fari í von um meiri gróða.
Er þá ekki að öllu virtu mjög vitlegt að lögleiða þennan hluta fíkniefna? Forða mestri veltu fíkniefnamarkaðsins frá honum sjálfum og hindra markvissa uppbyggingi í eins ríkum mæli og hún viðgengst.
Ég verð að enda þetta á frægum ummælum og svo, að sjáfsögðu, eigin niðurstöðu: ,,Byssur drepa ekki, fólk gerir það". Þannig ætla ég að álykta að fíkniefni séu ekki hættuleg, heldur fólk en að vísu virðast fíkniefni geta dregið þessa eiginleika fram hjá fólki, líklegast er það gróðinn sem fylgir sem gerir það.