Þjófar
Á síðasta sólarhring einum var brotist inn í 13 bíla og
stolið miklum verðmætum fyrir utan skemmdir á bílunum
sjálfum. Fæst af þessu fæst bætt úr tryggingum.
Þótt lögreglan viti oft á tíðum hverjir sökudólgarnir
eru getur hún ekkert aðhafst, nema hafa pottþéttar
sannanir og helst vitni.
Í minn bíl var brotist fyrir nokkru og stolið fyrir tugþúsundir. Mjög fljótlega vissi ég hver hafði gert það, fréttir berast skjótt, alræmdur fíkniefnagutti og þjófur.
En því miður…ekkert vitni, svo ekkert var hægt að aðhafast.
Nú hljóta að vera fleiri hundruð manns sem hafa lent í
þessu, sitja eftir með sárt ennið og vita kannski hver
þjófurinn er,en ekkert hægt að gera.
Hverjir kaupa þetta?? Er fólki alveg sama hvort það
kaupir stolna vöru?
Væri ekki hægt að stofna samtök fórnarlamba og hafa
gott upplýsinganet á milli manna. Helst ætti lögreglan
að hafa spjallrás á heimasíðu sinni þar sem ábendingum
mætti koma á framfæri. Hvað er hægt að gera til að stöðva
þetta, mér finnst að fólk ætti að geta haft græjur í bílum
sínum án þess að svona aumingjar geti stolið þeim og selt
í fullvissu þess að lögreglan geti ekkert gert í málinu.
Er kannski eina ráðið að hafa hóp kylfukalla í viðbragðsstöðu
og ná í skottið á þessum glæponum áður en þeir ná að selja
þýfið. Spyr sá sem ekki veit.
Hvað finnst ykkur, hafið þið lent í þessu?