Jæja, þá er IBM búið að framleiða 12.1 terrafloppa vélardruslu sem er verið að flytja einsog er til orkudeildar bandaríkjanna í um 28 stórum vörubílum.
Og, á sama tíma þá var Intel að kynna Pentium 4 örgjörvan sinn sem sýnir vel fram á einstakan frumleika þegar að nafnagift kemur á þeim bæ :)
Ég held að ríkisstjórnin ætti að íhuga það að fá afnot af svona ofurtölvu til þess að spá fyrir um mætingu áður en hún tekur ákvörðun um að sponsora aðra risahátíð sem engin mun svo mæta á…