Í Deus Ex leikur þú Tælvu-endurbættann mann að nafni JC sem vinnur fyrir stofnun sem kallast UNATCO og er hún rekin af Sameinuðu þjóðunum. Í leiknum gerir þú hin ýmsu mission og berst á móti hinum ýmsu hryðjuverkasamtökum og óvættum.
Það er einstaklega góð saga í leiknum og alveg einstakt “gameplay” og alveg hreint frábær graffík. Þú getur talað við alla og drepið alla. Þú færð jafnvel tækifæri til að drepa þeinn eiginn stjóra og ritara hans, og það er gaman :). Þú getur hakkað þig inní öriggis kerfi og hinar ýmsu maskínur.
Einstaklega er mikið af vopnum í leiknum og eru þaug alt frá kúbeini til háþróaðra plasma riffla.
Sagan í leinum er mjög spennandi og er svona blanda af The Matrix, MiB, og Mission Impossible.
Einn galli er við leikinn og það er hvað hann þarfnast góðrar vélar til að keyra almennilega. En við látum það ekki trufla okkur.
Ég gef leiknum 95% einkun, hann er einstök skemtun.
Ég stranglega mæli með að allir skokki út í búð og skelli sér á nokkur eintök af Deus Ex :)
Mortal men doomed to die!