“Útum allan heim, á hverjum degi eru menn konur og börn drepin,limlest eða einfaldlega ”hverfa“ af hendi ríkistjórna eða vopnaðra pólitískra hreyfinga.Oftar en ekki er eiga Bandaríkin hlut að máli”
Amnesty International 1996.
“Allt sem ég gerði gerði ég fyrir þjóð mína” –Pol Pot
Þegar fólk er að sjá þennan hræðilega harmleik gerast í Bandaríkjunum, og Bandaríkin eru án efa að skipuleggja hefndaraðgerðir þá eru hérna nokkrar áminningar um hvernig Bandaríkin komust í þessa stöðu.
Í fyrradag var Henry Kissinger ásakaður um að vera stríðglæpamaður.
Hann er ekki einn um það, hér eftirfarandi er listi yfir Bandaríska Stríðglæpamenn (í raun listi yfir leiðtoga bandaríkjanna undanfarna áratugi.
William Clinton fyrrum forseti bandaríkjanna ,fyrir 78 daga og nætur af sprengingum á óbreytta borgara í Júgóslavíu (Framfleytt af U.S.General Weslay Clark með samþykki NATO) áframhald af viðskiptabanni og sprengjuárásum á þegna íraks og ólöglegum sprengjuárásum á Súdan, Bosníu, Sómalíu og Afghanistan.
Gen.Colin Powell (Secretary of State) fyrir leiðandi hlutverk í árásum á Panama,Írak og fyrir að hylma yfir (coverup) á My Lai.
George Bush Fyrrum forseti fyrir morð á hundruðum þúsunda af írönskum borgurum og sömuleiðis fyrir morð á þúsundum óbreyttra borgara í Pnama (ásamt mannráni á leiðtoga landsins, fyrrum CIA lærlingur eins og Bin Laden)
Gen.Norman Schwarzkopf, fyrrum Commander in Chief U.S Central Command, fyrir sitt hlutverk í morðum á írönskum borgurum.
Ronald Reagan Fyrrum forseti fyrir ólöglegar árásir á El Salvador, Nicaragua, Guatemala,Grenada og Líbíu.
Elliot Arams ,fyrrum “Assistant Secretary of State” (og mættur aftur í Bush stjórnina) fyrir að hafa yfirumsjón með mikið af dauða og fasisma í Mið Ameríku. Einnig Casper Weinberg “Secretary of Defense”Oliver North og fleiri.
Henry Kissinger , Fyrrum “Secretary of State” fyrirChile , Viaetnam, Austur timor, Angola, írak og Kambódíu.
Gerald Ford fyrrum forseti fyrir að gefa Indonesíu samþykki fyrir þjóðarmorpi í Audtut tímor.
Og síðan aftur til stríðsins í suðaustu Asíu “Stríðsglæpamaður” þýðir akkúrat það að valda hörmungum og dauða sem ekki eru ásættanleg jafnvel í stríðsástandi.
Þá er ALVEG ótalið öll þau svæði (t.d ísrael ) sem Bandaríkjamenn hafa stutt,vopnavætt, ráðlagt, og jafnvel sett upp að ölllu leyti, sem hafa valdið hörmungum á sín eigin landsvæði.
Auðvitað vill ég ekki draga úr þeim hörmungum sem Bandaríkin hafa gengið í gegnum en ekki gleyma hvernig þeir komust þangað.
Annað sem ber að hafa í huga er að hræsnin/hrokinn virðist ekki eiga sér nokkur takmörk þegar Bandaríkjamenn eru annars vegar.
Takið eftir því að undanfarna mánuði hafa bandaríkjamenn farið fram með þvílíkri lítilsvirðingu fyrir alþjóðasamfélaginu að það á sér varla hliðstæðu hvorki fyrr né síðar ….ég tek sem dæmi Kyoto bókunina eða eitthvað mun alvarlegra eins og Ráðstefnan sem Bandaríkjamenn gengu útaf vegna þess að þar voru Ísraelsmenn sérstaklega fordæmdir.(Ísrael er t.d dæmis á skipulagðan hátt að murka lífið úr Palestínumönnum)
En Bandaríkjamenn hafa t.d komið í veg fyrir allt alþjóðaeftirlit í ÍSrael.
Og eftir þetta vilja þeir geta komið fram í sjónvarpi og hrópað “Þetta er árás á siðmenninguna og stríðyfirlýsing gegn heiminum ” o.s.f.r.v
Ég persónulega (þrátt fyrir þá skoðun mína að þessa menn (ef menn skyldi kalla) þurfi að finna og uppræta) þá einfaldlega treysti ég ekki bandaríjamönnum til að taka rétta ákvörðun í málum sem þessum og þessvegana er ég alfarið á móti þessum NATO skrípaleik.
Ekki misskilja mig, ég geri mér grein fyrir að Bandaríkin hafa verið grundvöllur fyrir okkar Öryggistilfinningu/blekkingu fram til þessa en nú er kominn tími til að opna augun og fara að sjá heiminn í réttu ljósi.
Fyrir mér ætti svona mál af þessari stærðargráðu að snúast um annað og meira heldur en einhverja “fancy schmancy” pólitíska frasa og allir ættu að vera að horfa á stóru myndina.
Augljóslega ætti þessum mönnum að vera refsað en ég er MJÖG hræddur um að ef Bandaríkin fái sínu fram þá kosti það bara fleiri saklaus mannslíf og kveikji bara á fleiri hefdndaraðgerðum.
Ég geri mér engu að síður grein fyrir þvi að Bandaríkin hafa framið ýmis voðaverk til að þjóna hagsmunum Evrópu og þarafleiðandi eigum við öll einhverja sök.
Nokkrar Staðreyndir
Fyrir 4 Mánuðum síðan fengu Talibanar(ég ráðlegg öllum að kynna sér hversskonar fólk er verið að eiga við hér)styrk frá Bandaríkjamönnum uppá 43 Milljónir dollara gegn því að þeir myndu setja enn eitt ákvæðið inn í trú sína, sem væri að banna framleiðslu á ópíum.
Gott og vel….Eflaust liður í baráttu Bandaríkjamanna gegn eiturlyfjum en þetta hefur þau áhrif (meðal annars) að styrkja þá í sessi sem og að gefa þeim viðurkenningu á ofsatrúar reglum þeirra sem beinast ekki síst að kvennmönnum og fjöldaftökum.
http://www.rawa.org/
Og svo eitthvað sem flestir ættu að vita en BinLaden var alinn upp af CIA til að berjast gegn rússum í Afghanistan.
Ég í framhaldi ad þessu hvet fólk til að leita frétta utan við hefðbundnar áróðursvélar Bandaríkjamanna eins og CNN og Sky News og fleirum þar sem eini tilgangur þessara stöva er að breiða út “fagnaðarerindið”.
Auðvitað hefur þetta ekki verið staðfest af neinum stórum fréttastöðvum en ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að myndir af Palestínu mönnnum að fagna séu fréttamyndir af Palestínumönnum árið 1991 að fagna innrásinni í Kuweit.Ef að þetta reynist rétt er þetta glæpur gegn almenningsálitinu.
Mér sýnist sem svo að þessa fréttstofur gangi eins langt og hægt er í sínu “Hidden Agenda” jafnvel svo langt að hrópa Míslimi/Morðingi/Ofsatrúarmaður í sömu setningu , sem hefur jú valdið dauða fleiri hundruð manns undanfarna daga í hefndaraðgerðum sem beinst hafa að Múslimum.
Þeim tekst meira að segja að gera lítið úr þessu með því að halda fram vitleysu eins og að AirForce One hafi verið skotmark sem er þvílík firra þar sem flugvélin þyrfti að ferðast á super-sonic hraða til að ná henni sem og að “outmanouvera” færustu flugmenn bandaríkjanna.
AÐ MINNSTA KOSTI FER ÉG FRAMÁ AÐ CNN OG FLEIRI KOMI TIL MEÐ AÐ GERA ÞVÍ JAFNGÓÐ SKIL AÐ SÝNA OKKUR (CLOSE-UP) MYNDIR AF HRYLLINGNUM OG DAUÐANUM SEM OG VIÐTÖL VIÐ AÐSTANDENDUR EF/ÞEGAR BANDARÍKINN LEITA HEFNDA!
Ég tek það fram að ég hef ekkert á móti Bandaríkjamönnum þó það gæti litið þannig út , mér finnst einfaldlega kominn tími á að skoða staðreyndir og mér virðist að það ætli bara að gerast “ONLINE” þar sem að fréttamiðlar hér á landi éta bara upp erlent propaganda.
Ég votta Bandaríkjamönnum samúð mína á þessum hræðilegu tímamótum.
http://alternet.org/