Ég vil bara óska öllum Íslendingum til hamingju með
frábæran sigur á Tékkum. Og kannski getur fólk treyst Atla til
þess að sjá um landsliðið héðan í frá. Sennilega eru ansi
margir að naga sig í handabökin fyrir að hafa ekki nennt á
völlinn því nóg var af lausum sætum, en þetta var bara sama
gamla sagan; Enginn stuðningur miðað við hversu gott
landslið við eigum, enda engin knattspyrnuhefð í þessu
frábæra landi okkar. Ég bíð spenntur eftir leiknum við Norður
Íra og hvernig sem hann fer held ég að landsliðið sé í góðum
höndum.
Það eina sem ég vil gagnrýna í sambandi við leikinn er það
sem fram fer í hléinu. Að mínu mati er landsliðið í knattspyrnu
eitt af sameiningartáknum þjóðarinnar og því tel ég
forkastanlegt að reka fólk úr sætum sínum í hléinu. Maður
hefur jú borgað fyrir þetta. Og er ekki óþarfi að ala á því sem
sundrar fólki á viðburði sem þessum og þá er ég að tala um
helvítis gleðipopplúðana sem réðu ríkjum í hléinu. Mér finnst
þetta algjörlega viðurstyggilegt. Ef það verður að vera einhver
tónlist er þá ekki bara hægt að spila þjóðsönginn 4-5
sinnum?
Eitthvað svipað var í gangi í hléinu á síðasta leik á móti
Pólverjum og ég þekki engan sem hefur gaman af þessu
helvíti.
Vona að þessu verði breytt hið fyrsta.

Áfram ísland!