Ekki er bara farið að bera mikið á ritstuldi hérna, heldur er fólk bara farið að copy-paste-a af öðrum síðum og ekki einusinni haft fyrir því að þýða efnið yfir á íslensku.
Kommon, það er kanski alltílagi að styðjast við aðrar greinar sem eru af öðrum síðum en það er kanski að minsta kosti hægt að umorða greinina eitthvað finnst ykkur ekki?
Ég er ekki að beina þessari grein að neinu einu áhuga máli því ég hef tekið eftir þessu á nokkrum.
Ég skil auðvitað að brandarar séu teknir af öðrum síðum og á ensku jafnvel því margir brandarar á ensku eru bara engann veginn fyndnir á íslensku enda er það heldur ekki beinlínis ritstuldur.
En á öðrum áhugamálum finnst mér soldið á þessu bera þar sem eru jafnvel teknar fréttir beint af mbl.is eða eitthvað og settar hérna inn alveg orð fyrir orð af mbl.is eða öðrum síðum þar sem fréttinni var “stolið”…

AR